Tuesday, November 06, 2007

til íslands og danmerkur

Jæja þá er ég að leggja af stað. Vona að veðrið sé ekki of kalt, pakkaði allavega úlpu :-o
Búin að ná í bílaleigubílinn og panta næsta í Köben. Verð komin til íslands í fyrramálið og Köben um 12 á hádegi. Hef á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverju , en það verður þá bara að hafa það ef eitthvað vantar, getur ekki verið neitt merkilegt ef ég gleymi ekki sjálfri mér.

Thursday, November 01, 2007

þetta gengur allt í rólegheitunum

Þá er maður búin að vigja bæði helluborð og ofn. Þetta er rosa flottur ofn, með heilli tölvu til að stilla, eins gott að æfa sig. Rafvirkinn er langt komin með rafmagnið, eftir að setja loftljós í herbergin og nokkra tengla þá er hann búin í bili. Það gengur ennþá samt frekar hægt að taka upp úr kössum en ég sé þó aðeins meira af gólfinu í gestaherberginu. Annars er sundlaugin að pirra mig núna þessa dagana. Tók upp á því að verða svona grænbrún á litinn og alveg sama hvað ég gerði vildi hún ekki skipta um lit. Fór og kvartaði í pool búðar vin minn sem lét mig hafa eitthvað efni til að setja í hana. Og púff eins og galdur sundlaugin orðin blá aftur en ekki alveg glær svo nú verð ég að fara aftur og fá meiri galdra til að hún verði glær og einhver hafi list á að fara í sund.


Það hefur verið leiðinda rok hér undanfarið og Noel ætlar aðeins að feykja okkur svolítið til þegar hann fer framhjá, sem betur fer bara tropical storm og fer ekki yfir heldur framhjá. Ekkert frí í skólunum, og strákunum fannst það fúlt, þó þeir séu nýbúnir að fá langa helgi. Það er von á Palla heim á morgun svo hann verður komin áður en ég fer, djís þetta styttist, fer á þriðjudaginn og svo eru bara jól áður en maður veit af. Hvernig stendur á því að tímanum liggur svona á.

Monday, October 22, 2007

hægt að nota fína helluborðið

Jæja rafvirkinn bara komin að tengja og yfirfara rafmagnið. Það lítur út fyrir að maður geti eldað almennilegan mat í kvöld, júhú. Annars gengur allt annað frekar hægt þar sem aðalmaðurinn er ekki á svæðinu frekar en vant er. Eitthvað smá farið að minnka kassarnir en mikið ennþá . Ætlaði að reyna að pússa og mála ganginn en er eitthvað svo orkulaus að ég veit ekki hvort ég geri það áður en ég fer. Já það styttist í að ég fari til DK, en hvað það verður gaman, þó mér kvíði nú aðeins fyrir þvi sem ég þarf að gera þar. Talandi um orkuleysi þá fór ég til læknis sem er nú ekki í frásögur færandi, nema ef það væri ekki fyrir nafn læknisins. Þannig er að heimilislæknirinn minn vildi senda mig til sérfræðings og gaf mér nafn hans sem var Dr. Vivian Rose, ósköp fallegt nafn. Hún sagði ég skildi tala við hann sem ég reiknaði með að hún meinti hann lækninn, nafnið er jú eins og sniðið á konu ekki satt?? Nú svo fór ég þangað og var næstum búin að skella upp úr þegar þessi stóri svarti maður kom inn á stofuna og kynnti sig, Vivian Rose. Ja mamma hans hefur örugglega verið búin að ákveða að eiga stelpu, eða hvað haldið þið??

Thursday, October 18, 2007

myndir

Búin að setja nokkrar myndir hér
Husaframkvæmdir

Tuesday, October 16, 2007

framhaldssagan

Þá eru flottu borðplöturnar komnar á sinn stað og eldhúsið farið að líkjast eldhúsi. Palli náði rétt að koma heim á fimmtudagskvöld til að rétta af og síðan tókum við gamla vaskinn af um morguninn á föstudag og vorum bara rétt búin þegar þeir komu með granitið.

4 menn þurfti til að bera stóru plötuna og síðan tók þetta tíma að koma þeim fyrir vel mælt og fest, setja vaskinn í og saga fyrir helluborðinu. Klukkan var orðin eitthvað yfir 12 þegar þeir fóru loksins og ég gat dáðst að nýju borðplötunum mínum.


Nú Palli fór svo í að rífa búrskápinn gamla svo við gætum sett ísskápinn þar og ofnaskápinn. Nú ekki að spyrja að eitthvað extra. Þurftum að taka aðeins parkett þar líka og setja nýtt því það var stórt gat þar sem skápurinn hafði verið. Náðum að koma ísskápnum á sinn stað og skápinn við hliðina en ekki ofnana í. Rafvirkinn lét ekkert í sér heyra um helgina og náði Palli loksins í hann í gær og kom hann að kikja á þetta aftur og vonandi fæ ég fljótlega helluborðið í gang, erum orðin frekar leið á grilluðum mat og örbylgjufæði lol. Palli svo farin eina ferðina enn svo ekki verður mikið gert á meðan hann er í burtu, ætli hann komi nokkuð fyrr en þegar ég fer.

Thursday, October 11, 2007

afram

Við erum búin með herbergi strákanna, búin að kaupa skáphurðir þó þær séu nú ekki komnar á sinn stað. Það er erfitt að reyna að gera eitthvað mikið þegar Palli er aldrei heima hjá sér. Það er nú von á borðplötunum á morgun og sem betur fer verður Palli komin til að ganga frá áður en þessir stóru granitflekar koma. Við eiddum síðustu helgi sem hann var heima í að taka upp hluta af gólfinu í eldhúsinu áður en innréttinginn var fest. Djís það er alltaf eitthvað sem bætist á svo ekki von að þetta gangi seint. Ég skal alveg viðurkenna að ég er búin að fá svona smá ógeð á þessu svo ég pantaði mér far til KBH og Íslands og ætla að leifa Palla að dinglast aðeisn í draslinu og athuga hvort þetta gangi þá ekki aðeins fljótar. Það er líka búin hundleiðinleg rigning í nokkrar vikur þar til síðustu helgi að okkur tókst að komast út að slá, 2 vikur milli slátta er aðeins of langt ennþá. Það styttist í að það fari aðeins að kólna (20 gráður lol) svo þá þarf nú ekki að slá eins oft.

Sunday, October 07, 2007

upprisan :o)

Þetta gengur víst ekki lengur. Anna hvort er maður með bloggsíðu eða ekki. Ég verð að reyna að gera eitthvað róttækt í þessum skrifum hér eða hætta þessu alveg.

Það er margt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast. Við vorum jú að flytja í nýja (gamla) húsið og byrjuð að gera það upp sem ekki er vanþörf á . Eldhúsið var hálfgert eða varla það, skáparnir settir upp að vegg en ekki festir og 1 í kassanum ennþá, búið að vera svoleiðis í 2 ár, ekki spyrja hversvegna. Helluborð og ofnar ennþá í kössum, en ísskápur og uppþvottavelin allavega í notkun.

Nokkrar myndir

Það er ýmislegt sem þarf að gera annað en eldhúsið. Bæði baðherbergin eru illa farin og þarf að gera upp. Það er ónýtt bað í öðru og wc sem er alltaf að stíflast. Það er þó nothæf sturta í hinu en illa farið og verður að gera eitthvað róttækt á báðum stöðum, líklega rífa allt út og setja nýtt. Nú herbergin voru við að vona að við gætum bara málað og flutt inn í en ekki varð okkur að þeirrri ósk þar sem maurar höfðu greinilega verið leigjendur þar og varð að segja þeim upp leigunni hið snarasta sem þýddi að taka þurfti flísar af gólfunum og setja nýtt gólfefni og tók tíma og krafta að gera það. Jæja nóg í dag, framhald á morgun

Monday, August 13, 2007

flutt inn

Jæja erum flutt inn í nýja húsið með drullu og öllu. Er búið að vera ansi taugatrekkjandi og óþægilegt. Erum ekki komin með nettengingu ennþá svo þetta er bara stutt , skrifa alla söguna seinna. Erum á fullu að þrífa með stóru Þ og rífa upp gólfflísar og mála, gengur hægt en gengur þó.

Wednesday, August 01, 2007

oj oj og áfram oj

Ég held semsagt bara áfram að þylja möntruna mína '' lífið er gott og það er ok að búa í almenningsgarði í nokkra daga með dótið sitt ef maður hefur ekkert annað''. Alveg sama hversu of ég þyl þetta það er ekki alveg að ganga upp, trúi semsagt ekki nógu vel á það sjálf. En semsagt lífið heldur áfram nema maður skelli sér bara i lækinn og klári dæmið. Eins og sjá má er ég frekar taugaveikluð þessa dagana. Er það nema von. Ættum semsagt að vera komin með allt okkar út úr þessu húsi, ætli það komi löggi og beri mig út bráðum.

Tuesday, July 31, 2007

oj oj oj

Það er óhætt að segja að þessi mánuður og þá helst þessi dagur sé sá versti sem ég hef á æfi minni upplifað. Hér sit ég í draslinu mínu í húsinu sem ég þarfa að skila af mér á miðnætti og ekki ennþá búin að fá mitt. Veit ekki alveg hvort maður á að gráta eða hlægja ( með svona geðveikishlátri) eða bara leggjast í lækinn.

Sunday, July 15, 2007

á ferð og flugi

Allir skemmta sér vel i Tampa. Ströndin í gær og rússibanar í dag.

Thursday, July 05, 2007

nýtt hús

Já jamm bara búin að versla 1 stykki hús. Þar sem það er nú ekki alveg eins og fara í bakaríið að kaupa brauð hefur verið heldur mikið að gera hér í sólskynsfylkinu undanfarnar vikur og ekki alveg tími til að skrifa neinar ritgerðir eða skemmtisögur hér, ekki það að það sé vanalegt. Við fundum hús hér rétt hjá og hentar vel þar sem strákarnir verða þá áfram í sínum skólum. Alexander á eftir 1 ár í middle school svo fer hann í sama skóla og Stefán Örn sem er mjög ánægður með sinn skóla. Ásta Björg greyið hefur ekki fengið miklar skoðunarferðir þar sem skoða hús og skrifa pappíra hefur verið aðalaðgerðirnar. Allavega hægt að skreppa eitthvað núna. Við reiknum með að fá afhent um miðjan mánuð en þá á eftir að mála og setja upp eldhúsinnréttingu svo við verðum trúlega út mánuðinn að koma okkur fyrir. Allavega spennandi og reyni að tka einhverjar myndir og setja inn við tækifæri, hef ekki verið svo dugleg við það undanfarið heldur.

Wednesday, June 20, 2007

er hérna enn

Það er eins og það sé bara engin með þetta blog. Eins gott að skrifa eitthvað gáfulegt eða þannig til að láta vita að við séum á lífi hérna megin. Það er búið að vera hellingur að gera síðan Ásta Björg kom. Hún varð auðvitað að skoða hverja einustu búð í hundrað mílna radíus og það tekur nú tíma. Svo fór ég með Alexander til augnlæknis loksins og þá varð að finna gleraugnaumgjörð handa honum, með ansi ákveðnar skoðanir sá drengur um hvað hann vil og hvað ekki. Allt annað að sjá framan í hann eftir að hann fékk gleraugun, nú sér maður loksins í augun á honum. Nú við erum búin að vera að skoða annað hús að búa í og það hefur nú líka tekið dágóðan tíma. Loksins sér nú fyrir endan á því og vonandi flytjum við sem fyrst.
Nú veðrið er búið að vera til friðs hingað til en vitum að tímabilið er rétt að byrja svo eins gott að krossa fingur og vona það besta. Erum að velta fyrir okkur ferð til Washington en ekkert ákveðið ennþá.

Thursday, May 31, 2007

skólinn búin

Ásta Björg skilaði sér á tilsettum degi. Get ekki sagt tíma þar sem flugið var 3 tímum á eftir áætlun. Við vorum semsagt ekki komin heim fyrr en að verða 4 um nóttina, frekar þreytt. Ekki smuga að koma drengjunum í skólann svo það var svona aukafrí þann daginn.. Við erum búnar að hafa það gott mæðgur, aðeins búið að kíkja í moll og nokkrar bókabúðir og fleira “skemmtilegt”. Drifum okkur líka í bíó. Ætluðum að sjá Shrek en þar var uppselt svo við fórum á Spiderman í staðin. Var nú eiginlega alveg að lognast út af úr leiðindum, djís hvað er hægt að gera margar svona endurgerðar myndir úr teiknimyndasögum. Meira að segja Garfield er ekki nógu góður í bíómynd, þó ég myndi frekar vilja sjá hann aftur en kóngurlóna. En hvað um það. Það er síðasti dagurinn í skólanum hjá strákunum svo nú er eins gott að fara að setja sig í” taktu nú pásu frá tölvunni” eða “reynið nú að fara á lappir fyrir hádegi í dag” gírinn.

Palli er ennþá einhverstaðar í Texas en segist vera að þokast í áttina heim, hmmm sjáum til með það.

Tuesday, May 15, 2007

Hún er á leiðinni, alltaf á leiðinni........

Jæja 2 dagar í að Ásta Björg komi. Oh hvað ég hlakka til. Verst að þurfa að keyra í sprett til Orlando, en það er þess virði. Er að fara á námskeið á föstudaginn og strákarnir auðvitað í skólann svo ekki verður gist í þetta skiftið.
Ramminn minn fíni er ekki enn komin upp, vantaði 3 ómerkileg lítil plaststykki en kúnnaþjónustan er allavega góð svo von er á þeim á morgun. Ég verð líklega að finna annan stað fyrir hann líka þar sem Ásta Björg verður jú í herberginu, en húsið er stórt svo það ættu ekki að vera vandræði. Talandi um stór hús. Fór að heimsækja eina quiltvinkonu, vorum að skera efni, og djís maður getur nú næstum sagt að hún búi í kastala, svei mér þá stærðin á einu húsi. Enda er hún með sitt eigið saumastudio með 2 herbergjum og baði. Og svo kallinn með risa skrifstofu og svo fullt af herbergjum, fyrir utan risa eldhúsið. Já öfunda hana bara af studioinu ekki hinu, mundi ekki nenna að þrífa meira en ég geri nú þegar (eða þannig).
Hér gengur á með þrumuveðri annað slagið en ekki nóg rigning til að hjálpa til við að slökkva alla þessa skógarelda sem geysa þarna á norður florida. Ennþá hægt að finna smá reykjarlykt annað slagið, sérstaklega á kvöldin í logninu. Það var verst í síðustu viku og þá stundum svona eins og sjá má á myndinni. Og athugið að við erum í nokkur hundruð kílómetra fjarðlægð. Þetta er risasvæði þarna uppfrá og farið fullt af slökkviliðsmönnum héðan til að hjálpa til. Þó ég sé nú ánægð með að það rigni of mikið þá get nú alveg tekið undir með fólki í bæn um rigningu svo eldurinn slökkni og vatnsskortinum linni. Maður sér á gróðrinum hvað hann er orðin skorpinn sumstaðar því það má ekki vökva orðið nema 1 sinni í viku og það er sko ekki nóg í þessum hita.


Tuesday, May 08, 2007

ferðalangar og fleira

Jæja Stefán Örn komst líka heim heill þó hann kæmi nú bikarlaus í þetta skifti. Hann var himinsæll með ferðina sína og held hann sé farin að plana að fara þarna á næsta ári líka. Það kemur nú í ljós
.
Palli farin til Mexico og verður allavega mánuð segir hann, ef fer eins og vanalega þá verður hann nú lengur en það. Það er nóg að gera hjá mér, námskeið í hverri viku og sjúkraþjálfarinn þess á milli. Ég fékk quiltramma frá fjölskyldunni í afmælisgjöf en hann er ekki komin ennþá en von á honum í dag. Gat allavega fengið Palla með mér að kaupa stangirnar sem fara á hann áður en hann fór, því þær eru þungar og langar svo þær eru komnar í hús. Get örugglega fengið strákana til að hjálpa við að setja hann saman þegar hann kemur. Spennandi. Eins gott að vera dugleg að sauma svo það verði nú einhver nýting í fína rammanum.
Ég er líka farin að ýta á Ástu Björg að fara nú að finna íbúð og athuga með flug svo hún geti komið hingað. Æji hvað verður gott að fá hana hingað, sakna hennar nú aðeins pínu

Sunday, April 29, 2007

heppin








Þá er 1 komin heim heilu á höldnu og hinn farinn til Orlando. Alexander kom heim með þetta tígrisdýr sem er næstum stærra en hann sjálfur. Þetta var góð ferð hjá honum. Stefán Örn var líka spenntur að fara, en ég sagði að hann þyrfti nú ekki nauðsynlega að koma með bikar heim í þetta skiftið, bara hafa gaman.
Ég fór á kynningu í quilt búðinni sem ég var búin að leita að en hélt að væri bara hætt (en fann loksins hérna nálægt) og það var meiri háttar gaman að hitta ennþá fleiri quiltkonur. Þar sem þetta var happavikan mín (greinilega miðað við það sem ég fékk á CSQ fundinum) þá var nafnið mitt dregið úr körfu og kom ég heim með glasabakka með quiltmyndum á. Flott þar sem ég er að nota þessa gömlu ljótu korkbakka sem ég keypti fyrir ca. 25 árum og komin tími á endurnýjun. Ég var svo hissa á þessu happi að ég sagði við Palla að líkllega yrði ég bara að skreppa í casinoið næst og gá hvort ég gæti ekki unnið eitthvað þar. Lol. Eða kanski ég kaupi lottomiða það er líklega ódýrara en casinoferð.







Thursday, April 26, 2007

ferðalangar



Þá er Alexander farin í Bush gardens með peer counseling bekknum. Lögðu af stað kl. 5 í morgun. Heppin að fá frí og að fara í skemmtigarð. Hann var nú ekki viss um að hann vildi þetta fag þar sem það var ekki val hjá honum en held þetta séu skemmtilegustu tímarnir. Hann kemur ekki heim fyrr en upp úr 11 í kvöld svo minn verður örugglega þreyttur. Stefán Örn er farin að undirbúa sína ferð, en hann fer á laugardaginn og kemur ekki heim aftur fyrr en á miðvikudag. Það verður gaman að sjá hvort hann kemur með bikar heim úr þessari ferð J
Ég fór í gærkvöldi á CSQ fund og kom heim með vinninginn í rafflinu. Bók og efni. Heppin kona. Það var svokallað ”trunk” show eða syning hjá okkur í gærkvöldi og get svo svarið fyrir að konan var með yfir hundrað quilts sem hún hafði gert síðustu 15 ár hvert öðru fallegra. Hún sagðist vera búin að gera mikið fleiri en hefði hætt að telja þegar hún var komin í 300. Djís og sum þessi teppi voru hand quiltuð sem tekur nú bara heila eilífð á litlu teppi, hvað þá heilu rúmteppi. Eins gott að halda áfram að sauma.

Thursday, April 19, 2007

buddie



Búin að prufukeyra nýju saumavélina. Algjört æði. Buddie, en það er semsagt nafnið er algjör draumur í dós. Lítill og léttur og hægt að fara með hann hvert sem er án þess að verða handlama, sem er einmitt ekki gott þegar maður er að fara að sauma, og kostaði lítið horn úr buddunnu að auki sem auðvitað stór plús. Nú er ég tilbúin að fara á helling af námskeiðum eða bara út verönd ef því er að skifta, hvenær sem er. Þetta er extra létt Brother vél, ef einhverjum langar að
Svolítið fyndið samt að skoða ef maður tekur tölustafina í burtu stendur eftir csi, sem er nú 1 af þessum góðu í tv´inu
Annars er allt gott héðan. Palli slapp ekki heim á sjálfan afmælisdaginn en hann náði heim uppúr 1 um nóttina og er heima núna, allavega í bili. Páskafríið búið og nú eru strákarnir bara óþolinmóðir eftir að skólanum ljúki, en það er nú ekki alveg fyrir næsta horn. Veðrið hérna hefur verið einkennilegt alveg frá síðasta sumri, ekki bara mér sem finnst það heldur tala veðurfræðingar um þetta líka. Einkennilega þurrt, það er lítið vatn í vatninu svo nú er bannað að vökva nema vissa daga í smátíma. Maður er farin að bíða eftir að hitni vel svo hægt sé að komast í sund, ekki það að það sé ekki sæmilegasta hitastig úti, um 25° sem á íslenskan mælikvarða er nú ekki svo slæmt ha. En sundlaugin nær ekki að hitna nóg til að maður, ísl. sem er vanur upphituðum laugum, geti hugsað mér að dífa tá í þetta hvað þá meiru.

Saturday, April 14, 2007

ha hver á afmæli

Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli ..........

osfrv

Wednesday, April 11, 2007

páskar búnir

Jæja það hlaut að koma að því. Ég vaknaði í nótt með eðlu á hálsinum og var það frekar óþægilegt. Sem betur fer var hún ekki stór og flaug hið snarasta út í horn. Eins og það er mikið af þeim þá er það mesta furða hvað maður verður lítið var við þær inni en það er eins og með kóngulærnar og flugurnar í DK, maður vil frekar hafa eðlurnar en maurana.
Hér er annars allt komið á fullt eftir páskafrí, sem var frekar lummulegt frí, sérstaklega fyrir SÖH sem þurfti að gera verkefni í fríinu og lauk þvi náttúrulega ekki fyrr en kvöldið fyrir skóladag aftur. Hann átti að skila því þann dag svo það var eins gott. Mér finnst það nú frekar hallærislegt að láta krakkargreyin gera svona verkefni í páskafríinu en það var svona líka í jólafríinu. En hann er semsagt búin að skila en ekki búin að fá einkun fyrir það enn. Ásta Björg er ennþá á fullu að gera sín verkefni og gengur vel eftir því sem hún segir.
Veðrið er svona lala, ekki alveg nógu heitt til að fara í sund ennþá og koma svona skúrir annað slagið. Gekk reyndar yfir með þrumuveðri hér i gærkvöldi og nótt, meiri lætin. Palli ennþá að heiman og veit ekki hvenær hann kemur. Hélt það yrði í þessari viku en við vitum að það er ekki alltaf að marka það sem maður heldur fyrst, ha.

Friday, March 30, 2007

sama, sama

Eins og sjá má gerist ekkert voðalega mikið hérna núna þessa dagana. Strákarnir bíða bara eftir að það komi páskafrí, Palli í Texas og ég ekkert að gera af viti. Ég er ennþá að jafna mig í veskinu eftir sýninguna fínu og dunda við í rólegheitum að sauma úr því sem ég verslaði. Veit ekki hverskonar lægð ég fer alltaf í þegar Palli fer eitthvað, tekur alltaf tíma að venjast þvi að hann sé heima og svo aftur þegar hann fer. Meiri vitleysan. Jæja en svona er þetta bara.

Smá fyrirspurn hér:

Kunningjakona mín var að skilja og er að flytja í íbúð 1. maí. Hún bað mig að koma þessu á framfæri:Mig vantar ýmislegt og fjárhagurinn leyfir víst ekki "allt nýtt" þó það sé draumurinn (hvern dreymir svo sem ekki um það). Þætti mér vænt um ef þið vitið um fólk sem er að endurnýja innbúið eða bara eiga hluti sem það vill losna við, þá má alveg benda á mig sem góða hirðirinn, hvort sem hlutirnir eru gefins eða seldir (ódýrt). Eftirfarandi vantar mig sérstaklega:

Borðstofuborð/ eldhúsborð og stóla (helst ljóst á litinn en skoða allt)
Sófa, helst hornsófa eða tungusófa eða sófasett, skoða allt
Ísskáp með frysti, svona tvískiptan, ísskáp að ofan og frystir að neðan
Rúm fyrir strákinn (hann langar voða í svefnsófa)
Rúm fyrir mig (breidd ca. 160)
Hillur fyrir þau bæði
Skrifborð (og skrifborðsstól) fyrir strákinn
Sjónvarp, vídeó og DVD
Svefnherbergisská pa
trip trap stól
Lampa og ljós


Með fyrirfram þökk.


Ef þið vitið um einhvern sem þarf að losna við eitthvað af þessu þá skrifið mér og ég læt hana vita.

Sunday, March 18, 2007

helgin





Næturgestirnir fóru nú fyrst á laugardagskvöld og þá ákvað AKH að hann ætlaði að sofa heima hjá Brandon. Það var nú betra en að hafa þá alla aftur svo það var óvenju hljótt það sem eftir var kvölds. Alexander og Brandon eru núna í sundi svo það er greinilegt að strákurinn er komin með fullt af vinum og leiðist vonandi ekki hér eftir.
Nú ég fór á laugardagsmorgun á BQE og var komin niðureftir kl 11. Byrjaði á að skoða öll fallegu teppin sem voru uppstillt og fór svo kl. 1 til að selja miða fyrir quilt klúbbinn minn. Við vorum með 1 af fallegustu teppunum í vinning, (er teppið til hægri á myndinni) en það voru 5 teppi í allt. Eftir klukkustund þar fór ég aftur niður til að sjá restina af teppunum sem voru á sýningunni og versla “smávegis” í básunum sem voru með allt frá efnum til skartgripa og máluð kort og hvað veit ég til sölu. Ég sá fram á að bæði fæturnir á mér og buddan yrðu frekar slöpp ef ég yrði of lengi svo kl. 4 hringdi ég í Palla og sagði að hann yrði að sækja mig sem fyrst eða við yrðum að sækja um styrk til ríkisins fyrir mat, (buddan orðin frekar létt). Ég var svo upptekin þegar ég kom heim að það var bara eins og eftir góðan túr í kringlunni eða smáralind svona til að þið getið ímyndað ykkur tilfinninguna. Svo þurfti nú að fæða alla þessa gaura áður en þeir fóru svo það var nóg að gera. Nú í morgun sá ég svo að kona hafði auglýst svefnsófa gefins ef maður gæti sótt hann og þar sem maður sér nú fram á að fá kanski gesti í heimsókn, allavega Ásta Björg á eftir að koma þá hringdi ég í hana og við fórum svo áðan og sóttum þennan líka fína svefnsófa. Sóoo ef einhver er að huga að heimsókn, verskú fínt rúm að sofa í.



Friday, March 16, 2007

myndir


Loksins eru þessar myndir að komast í albúm hjá mér. Hefur tekið ansi langan tíma, en svona er þetta bara. Reyni að setja fleiri á eftir eða morgun þar sem netsambandið er frekar lélegt svo ég gafst upp á seinni helmingnum, tók svo langan tíma. Hefur einhver tekið eftir að ég er kattakona??:-)
Þá er komin helgin með quiltsyningunni hérna í Broward (http://www.browardquiltexpo.com/). Það byrjaði í gærkvöldi á fyrirlestri og verður svo syning og workshops í dag og á morgun og líkur svo á sunnudag. Reikna með að vera þar allann morgundaginn.
Hér var allaveg þröngt á þyngi hjá Alexander í nótt þar sem hann hafði hvorki meira né minna en 3 næturgesti. Þeir voru allann gærdaginn að leika sér þar sem var frí snemma úr skólanum og frí í dag, ekki spyrja mig hversvegna, hef ekki hugmynd. Og það var svo gaman hjá þeim að þeir eru hér bara enn. Fínt fyrir AKH.

Thursday, March 08, 2007

allt í góðu

Stefán Örn komin heim heill á húfi og með bikarinn sinn og farin að plana næstu ferð. Þar sem hann komst áfram núna fer hann í international keppnina sem verður í enda april. Ekki laust við að maður sé stolt af stráknum, enda alveg leyfilegt. Það eru ennþá Fcat próf hjá Alexander, sem eru svona Florida standard próf, ekki tekin annarstaðar í USA. Honum gengur vel í prófum eins og vanalega og stærðfræðikennarinn búin að mæla með að hann fari í "advandced" ( nú er að vona að ég geti skrifað þetta rétt, en þýðir held ég að hann fari bekk ofar í því) stærðfræði á næsta ári sem er allt í lagi mín vegna, er búin að segja honum að hann verði samt að vera duglegur að læra heimalærdominn, sem er alltaf það erfiðasta.
Ég búin að fara til læknisins með brjóstamyndirnar og hann sagði að allt liti vel út, bara fylgjast með því. Fer aftur í myndatöku eftir 6 mán. Bakið bara með skásta móti núna svo maður getur þó allaveg hreyft sig aðeins meir, sem er náttúrulega líka gott fyrir bakið. Meiri hringavitleysan. Semsagt allt í góðum gír og meira að segja sólin farin að skína.

Thursday, March 01, 2007

allt á fullu

Jössus, litla barnið mitt ( sem er auðvitað talsvert hærri en foreldrarnir í cm) er farin af stað til Orlando. Hann kemur ekki heim fyrr en á sunnudag og ég finn nú alveg hnútinn í maganum eins og þegar hann fór í útilegu (hyttetur) með skólanum í DK hér fyrir nokkrum árum síðan. Vona bara að hann komi slysalaust heim frá þessari ferð. Þetta er stór hópur af krökkum frá mörgum skólum í Florida sem tekur þátt í þessari keppni og vonandi verður þetta bara gaman hjá þeim. Það þurfti að fara og versla jakka og aðrar buxur og skyrtu handa herramanninum því hann þarf að vera fínt klæddur í keppninni þar sem þetta er keppni í hinum ýmsu greinum tengdum “buisness” (veit ekki alveg hvernig maður þýðir það) þá verður klæðnaðurinn að vera í stíl. Hann er semsagt með fulla tösku af stífpressuðum og straujuðum fötum. Jæja nóg um það reyni að halda í mér að hringja ekki of oft. Guð sé lof fyrir farsíma.
Annað er það að frétta að Palli kom heill heim á mánudagskvöld með fullt af hangikjöti, flatbrauði og rauðum ópal. Meira að segja flugið næstum klukkutíma á undan áætlun. Hef nú ekki vitað það áður hjá Icelandair.
Nú Alexander er að fara á skemmtikvöld á morgun svo það er nóg að gera hjá þeim strákunum. Hann er greinilega búin að eignast góðan vin þar sem Lee kemur oft með honum heim og þeir skemmta sér vel saman.
Ásta Björg, já hvað er að frétta af henni. Maður nær varla sambandi við hana það er svo mikið að gera, bæði í skólanum og í félagslífinu svo það er vonandi allt í góðum málum þar. Ekki skrifar hún neitt á þessa bloggsíðu sína svo ekki fréttir maður neitt þar. Maður verður að toga úr henni hvert orð ef maður kemst loksins í samband.

Saturday, February 24, 2007

fyrirlestur













Ég fór í gærkvöldi á fyrirlestur hjá CSQ (coral Springs Quilters) með Joan Shay sem gerir þau fallegustu og líflegustu blóm og fugla á quilts sem ég hef nokkurntímann séð. Þar fyrir utan var hún hress og skemmtileg að hlusta á. Það er “workshop” í dag þar sem hún kennir hvernig á að vinna þetta og hefði nú verið gaman að fara þangað en finnst það of langt fyrir strákana að vera eina heima í allann dag, hrædd um að þeir gleymi að borða og svona ef þeir fá að vera eftirlitslausir í tölvu heilan dag. Allavega komin með bókina hennar svo ég get nú alveg reynt að gera svona sjálf.
Ég er líka formlega orðin meðlimur í Coral Springs Quilters sem mér líst alveg rosalega vel á , fullt að skemmtilegu fólki.
Bakið er þokkalegt meðan ég tek nógu mikið af verkjalyfjum svo nú geri ég það bara, allt til að geta verið á róli.

Friday, February 23, 2007

hækkandi sól :-)

Þá er ég komin með þessar líka fínu myndir innanúr bakinu á mér. Ekki get ég nú lesið neitt úr þessum myndum en heldur ekki ætlast til að svona venjulegt fólk skilji þetta. Ég sé allavega að ég er með hrygg og eitthvað meira af beinum þarna, hvort þau eru eins og þau eiga að vera fæ ég að vita þegar læknirinn skoðar þær næsta fimmtudag. Næsta vika verður semsagt enn ein læknaheimsóknavikan, fyrst er það brjóstaskurðlæknirinn og svo beina sérfræðingurinn. Æji vona að þessu fari nú að ljúka.
Annars er nú að verða bjartara yfir florida og aðeins að hækka hitastigið eftir kuldakastið.
Ég dreif mig á fund með föndurkonum hverfisins og skemmti mér konunglega og ákveðin í að fara þar oftar. Þær hittast einu sinni í mánuði eins og quilt konurnar, bara vikunni á undan svo það getur ekki verið betra. Í kvöld er aukafundur í quilthópnum þar sem kemur gestakennari. Það verður fróðlegt að heyra hveð hún hefur að segja.

Var að lesa skemmtilega grein um raðara (filers) og hlaðara (pilers). Skilgreiningin er sú að raðarar eru mjög skipulagðir og hafa allt í röð og reglu, allt raðað vel í nærfataskúffunni þeirra, fötunum raðað eftir lit og dósamatur í stafrófsröð í hillunum. Hlaðarar eru ..hm já hlaðarar, ekkert hægt að lýsa því betur. Ég tilheyri óumdeilanlega seinni hópnum.
Konan sem skrifaði var að gefa góð ráð um tiltekt, gott mál það. Þar sem ég er búin að eyða heilli helgi í að taka til í pappírum sem samkvæmt fyrri skilgreiningu voru að hlaðast óhuggulega upp hjá mér fannst mér upplagt að reyna að fá smá “tip” frá þessari góðu konu sem greinilega hafði rannsakað þetta fyrirbæri vel. Semsagt núna eru pappírarnir mínir eins og heima hjá raðara en hversu lengi það helst er ekki gott að segja. Allavega nýt þess meðan það helst. Næsti staður til að rannsaka og fá tip um er þvottahúsið þar sem fjallið “ófrágengin” er að verða ansi hátt og hætta á skriðuföllum ef heldur fram sem horfir.

Monday, February 19, 2007

læknaspjall eða þannig

Jæja 1 af mörgum læknaheimsóknum búin og ekki svo slæmt. Fór til læknisins í morgun með öxlina og tók bakmyndirnar með mér, aðeins að kvarta yfir því líka þar sem það er mikið verra en öxlin. Hann tók röntgenmyndir af öxlinni og var ekkert alvarlegt að sjá, smá skekkja á litlu beini, en hann vill samt að ég fari í sjúkraþjálfun með öxlina, ok gott mál með það. Svo var það bakið sem er orðið það slæmt að ég get ekkert gert af viti. Þó hann taki nú yfirleitt ekki sjúklinga með bakverki þá kíkti hann á myndirnar og gaf mér svo vottorð í MRI og fékk ég tíma í það á fimmtudag, ekki löng bið það. Á að fara til sjúkraþjálfarans líka á fimmtudaginn svo vonandi fer nú eitthvað að gerast með þetta leiðindabak mitt. Er orðin frekar leið á þessu hreyfingaleysi.
Það var sami kuldinn í nótt og Stefán Örn greyið komin með kvef, samt lét ég undan og setti hita á stofuna í gær. Held hann hafi fengið þetta í gær þar sem hann fór hjólandi í rokinu til skólafélaga að gera eitthvað verkefni. Vona að það batni nú fljótt. Alexander er búin að vera alla helgina og í dag þar sem er frídagur hér að gera 1 lítið verkefni fyrir skólann en hann er nú ekki mikið að flýta sér frekar en vanalega að gera heimavinnu. En þetta þokast allt í rétta átt hjá honum þó hægt fari. Ferðatölvan er búin að vera að stríða mér með að fara ekki í gang “blue screen of death” svo það hefur dregist að ná í þessar myndir sem eru auðvitað þar. Þetta kemur allt vonandi með hitanum sem þeir eru búnir að spá að sé nú loksins að koma.

Sunday, February 18, 2007

pappírsflóð

Ég get svarið fyrir að það væri hægt að kynda heilt hús í viku ef ekki mánuð á öllu þessu pappírsflóði sem er að kæfa mann. Ég eyddi öllum deginum í gær í að fara í gegnum pappíra sem voru bókstaflega að yfirtaka húsið, voru alstaðar. Held meira að seggja að þeir finni sér felustaði sjálfir, allavega stundum einkennilegir staðir sem maður finnur hina ýmsu pappíra. Sé að það þarf virkilega að kaupa annan "file" skáp. Mér varð hugsað til þess er ég fór með Libby til nágranna hennar eftir Wilmu að ná í mat sem hún hafði fengið að geyma þar í frysti. Frystirinn var í bílskúrnum hjá þeim og maður þurfti að skáskjóta sér milli skjalaskápa til að komast að frystinum sem var í einu horni bílskúrsins. Og þeir náðu alveg upp í loft líka, í þessum tvöfalda "bílskúr", sem var það náttúrulega ekki lengur því það hefði ekki komist leikfangabíll þarna inn. Bískúrinn var semsagt orðin skjalageymsla. Ég er semsagt búin að fylla minn litla einfalda skjalaskáp og sé að ég verða að fjárfesta í öðrum ef ég ætla að hafa pappírana á vísum stað í framtíðinni. Kanski verð ég að fá mér tvöfaldann bílskúr seinna meir til að geyma alla skjalaskápana, hver veit.
Nú veðrið, verður maður ekki alltaf að segja smá veðurfréttir líka, ha? Hér er semsagt búin að vera ferlegur kuldi á næturnar og ekki laust við að það sé enn frekar kalt og ekki bætir havaðarokið sem er að ganga yfir núna. Sólin er samt eitthvað að reyna að bæta úr þessu og skilst mér að það eigi eitthvað að hlýna á morgun. Vona það því það verður svo ferlega þurrt loft hér þegar það kólnar að maður er þurr ofan í ra...

Saturday, February 17, 2007

köld helgi

Jæja þá er Palli á leið til Orlando frá Tampa. Hann var að vinna þar í gær og fer svo í flug í kvöld til Íslands. Miðað við kuldann hér í morgun er örugglega jafnkalt í Orlando og á Íslandi, eins gott að hann er með hlý föt með sér. Ég er allavega komin í peysu, nenni nú ekki að setja hitan á, það verður alltaf svo vond hitalykt þegar maður notar hita svona sjaldan. Það er þó allavega sól úti svo það ætti að hitna aðeins þegar líður á daginn.
Ég fór eina ferðina enn í mammó í gær og það virðist ekki vera breyting síðan í september svo vonandi er ekkert að gerast þarna. Fer til sérfræðingsins í enda mánaðarins svo þá fæ ég að vita eitthvað meir. Þessum læknaheimsóknum mínum ætlar seint að ljúka og er ég að verða frekar þreytt á þessu en næst fer ég á mánudag til að láta skoða öxlina og bakið og vona að ég fái nú að fara í sjúkraþjálfun þar á eftir svo ég geti farið að gera eitthvað sjálf. Þori voða lítið að hreyfa mig, er svo hrædd um að bakið fari alveg eins og í haust.

Tuesday, February 13, 2007

já já leti og ...

Ok veit að það er alveg orðið skammarlega langt síðan ég skrifaði síðast, en svona er þetta bara. svona er þetta bara.
Við fórum semsagt familien til Íslands um hátíðarnar og var það virkilega góð ferð. Gaman að sjá alla stórfjölskylduna, og öll nýju börnin. Veðrið var líka alveg þokkalegt meðan við vorum, fengum að sjá smá snjó sem var nú allt í lagi meðan það var ekki meira en þetta. Öll komumst við svo klakklaust heim aftur og allt komið í fastar skorður aftur.
Ásta Björg komin á fullt aftur í skólanum í Scotlandi og strákarnir hér. Strákarnir loksins farnir að eignast einhverja vini hérna, sem betur fer. Alexander farið að ganga líka betur í heimavinnunni þó það sé erfitt að fá hann til að sitja kyrran við það. Stefán Örn gengur líka vel í skólanum. Kom með bikar heim þar sem hann er með í fylkismóti sem DECA http://www.fldeca.org/con_scdc.htm heldur í Orlando í mars. Það verður vonandi gaman fyrir hann. Er að reyna að koma myndum á myndasíðuna frá Íslandsferðinni og eitthvað fleira kanski.