Tuesday, October 16, 2007

framhaldssagan

Þá eru flottu borðplöturnar komnar á sinn stað og eldhúsið farið að líkjast eldhúsi. Palli náði rétt að koma heim á fimmtudagskvöld til að rétta af og síðan tókum við gamla vaskinn af um morguninn á föstudag og vorum bara rétt búin þegar þeir komu með granitið.

4 menn þurfti til að bera stóru plötuna og síðan tók þetta tíma að koma þeim fyrir vel mælt og fest, setja vaskinn í og saga fyrir helluborðinu. Klukkan var orðin eitthvað yfir 12 þegar þeir fóru loksins og ég gat dáðst að nýju borðplötunum mínum.


Nú Palli fór svo í að rífa búrskápinn gamla svo við gætum sett ísskápinn þar og ofnaskápinn. Nú ekki að spyrja að eitthvað extra. Þurftum að taka aðeins parkett þar líka og setja nýtt því það var stórt gat þar sem skápurinn hafði verið. Náðum að koma ísskápnum á sinn stað og skápinn við hliðina en ekki ofnana í. Rafvirkinn lét ekkert í sér heyra um helgina og náði Palli loksins í hann í gær og kom hann að kikja á þetta aftur og vonandi fæ ég fljótlega helluborðið í gang, erum orðin frekar leið á grilluðum mat og örbylgjufæði lol. Palli svo farin eina ferðina enn svo ekki verður mikið gert á meðan hann er í burtu, ætli hann komi nokkuð fyrr en þegar ég fer.

1 comment:

Kvittarinn samviskusami said...

Sem er hvenær???