Saturday, November 22, 2008


Jæja komin heim í heiðardalinn og þegar farin að kvíða fyrir næstu flugferð. Keypti reyndar þessa líka fínu flugsokka í flugstöðinni í keflavík og rembdist við að troða þeim á mig inn á snyrtingunni, í þröngum bás. Hafði það af með miklu stumri og látum og ekki er gott að vita hvað fólk sem átti leið þarna um helt að gengi á þarna í básnum, lol. En sokkarnir gerðu gagn,þó þeir hafi verið hálf krumpaðir á mér, en það var greinilegt 12 tímum seinna heima. Var bara með baby-fíla fætur í staðin fyrir fullvaxna-fíla fætur svo þeir verða notaðir aftur. Nú allt var við sama heima, nema kanski búið að uppfæra tölvubúnaðin aðeins, sem gerist mjög oft þegar Palli er skilin svona eftir umsjónarlaus heima í smátíma. Engin fellibylur og farið að kólna. Greinilega komin vetur í Florida eins og annarstaðar, nema í Ástralíu.

Vetur í Florida

Sunday, November 16, 2008

Tíminn líður

Jæja gott fólk, Stefán Örn bara orðin 17 ára. Mér finnst hann nú bara hafa verið 7 í síðustu viku, en svona líður tíminn áfram.
Var lika að velta fyrir mér að nú eru að verða 12 ár síðan við fluttum frá Íslandi og rúm 3 ár síðan við fluttum til Florida. Mikið fjári líður tíminn óhuggulega hratt.
Ásta Björg aftur farin til Scotlands og er að koma að næstu flugferð hjá mér. Eins gott að muna eftir að taka með sér nesti í flugvelina í þetta skiftið svo maður farist ekki úr hungri.

Friday, November 14, 2008

Íslandsferð

Jæja á vel við að fyrsta bloggfærslan eftir árs hlé sé frá Íslandi. Þó að mörgu sé hægt að kvarta yfir hér á landi nú þessa dagana er nú ekki hægt að kvarta yfir veðurblíðunni í nóvember.