Tuesday, November 06, 2007

til íslands og danmerkur

Jæja þá er ég að leggja af stað. Vona að veðrið sé ekki of kalt, pakkaði allavega úlpu :-o
Búin að ná í bílaleigubílinn og panta næsta í Köben. Verð komin til íslands í fyrramálið og Köben um 12 á hádegi. Hef á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverju , en það verður þá bara að hafa það ef eitthvað vantar, getur ekki verið neitt merkilegt ef ég gleymi ekki sjálfri mér.

Thursday, November 01, 2007

þetta gengur allt í rólegheitunum

Þá er maður búin að vigja bæði helluborð og ofn. Þetta er rosa flottur ofn, með heilli tölvu til að stilla, eins gott að æfa sig. Rafvirkinn er langt komin með rafmagnið, eftir að setja loftljós í herbergin og nokkra tengla þá er hann búin í bili. Það gengur ennþá samt frekar hægt að taka upp úr kössum en ég sé þó aðeins meira af gólfinu í gestaherberginu. Annars er sundlaugin að pirra mig núna þessa dagana. Tók upp á því að verða svona grænbrún á litinn og alveg sama hvað ég gerði vildi hún ekki skipta um lit. Fór og kvartaði í pool búðar vin minn sem lét mig hafa eitthvað efni til að setja í hana. Og púff eins og galdur sundlaugin orðin blá aftur en ekki alveg glær svo nú verð ég að fara aftur og fá meiri galdra til að hún verði glær og einhver hafi list á að fara í sund.


Það hefur verið leiðinda rok hér undanfarið og Noel ætlar aðeins að feykja okkur svolítið til þegar hann fer framhjá, sem betur fer bara tropical storm og fer ekki yfir heldur framhjá. Ekkert frí í skólunum, og strákunum fannst það fúlt, þó þeir séu nýbúnir að fá langa helgi. Það er von á Palla heim á morgun svo hann verður komin áður en ég fer, djís þetta styttist, fer á þriðjudaginn og svo eru bara jól áður en maður veit af. Hvernig stendur á því að tímanum liggur svona á.