Friday, April 28, 2006

labba, labba

OK ég labbaði semsagt ekki eins langt í dag en ég hef góða afsökun. Blöðrur á öðrum fæti sem eru ekki alveg grónar og nýja strigaskó. Einmitt fór í gær og keypti þá. Ætlaði að spara en komst að þeirri niðurstöðu að fæturnir á mér skiptu meira máli en nokkrar krónu eða dollarar. Þetta eru meiri hátar góðir skór en finn að ég þarf aðeins að tillabba þá. Er orðin svo vön að hafa gelsólana að ég var svona smátíma að átta mig á að nú eru þeir bara innbyggðir í skóna. Flott ha..
Alexander var eins og ég skrifaði hér fyrr í vinnunni með pabba í gær og ég bjóst við að þurfa að sækja hann kl 1. Nei héld nú ekki. Minn maður skemmti sér svo vel í vinnunni að hann var allann daginn með pabba sínum. Hann sofnaði líka eins og grjót þegar hann lagðist á koddann í gærkveldi.

Thursday, April 27, 2006

andalaust eða ekki

Þá er Alexander farin með pabba sínum í vinnuna. Ég var nú viss um að hann mundi ekki vakna í morgun kl. 5.30 en hann var óvenjulega sprækur á fætur. Það er dagur í skólanum sem heitir Take your Child to Work Day og þá mega börnin fara með foreldrunum í vinnuna í staðin fyrir skólann. Ég sæki hann svo kl.1 en þá er hann jú búin að vera sinn fulla skóladag.
Heyrði einhver læti áðan úti, andalæti og svei mér þá fólksfæluendurnar bara farnar að synda í sundlauginni. Ég kalla þær það vegna þess að hér í ammríku eru ferlega ljótar endur, stórar og ljótar í framan en það hafa alltaf verið 2 svona sætar venjulegar endur á þvælingi hér í kring. Alltaf þegar ég gef öndunum þá koma stóru ljótu alltaf hlaupandi ekki hræddar við neitt en þessar litlu hlaupa í burtu ef maður kemur nálægt þeim. En nú eru þær semsagt að fá sér sundsprett í sundlauginni.
Jæja farnar, þetta var sem betur fer stutt stopp hjá þeim.
Það er allt gott að frétta af Ástu Björg, er farið að styttast í sumarfrí hjá henni en hún á eftir að fara í 1 próf í byrjun mai og svo er bara vinna, vinna.

Maður var aldeilis var við að sumarið er að koma í gær þegar það rigndi eins og hellt úr fötu og þrumur með því. Orðið ansi rakt líka.

Wednesday, April 26, 2006

göngublaðra

Ég hélt nú bara að ég mundi ekki hafa það heim úr göngunni í dag. Þannig er að á mánudaginn fékk ég þessa líka risa blöðru aftan á fótinn, eftir skóna. Var eiginlega ákveðin í að kaupa nýja með það sama en gerði ekki. Fór svo ekkert í gönguna í gær, mikið annað að gera og gleymdi þessvegna öllu með þessi skókaup. Uppgötvaði svo í morgun þegar ég ætlaði að drífa mig af stað að ég var ennþá með blöðru og ekki búin að fjárfesta í nýjum skóm. Þar sem það verður ansi heitt þegar líða tekur á daginn og ekki hægt að labba í svoleiðis hita ákvað ég að plástra blöðruna og reima svo vel skóna og drífa mig svo af stað. Almáttugur minn hefði ég bara drifið mig í búðina að kaupa nýja skó frekar en þetta. Eins og ég sagði þá var ég semsagt eiginlega bara á öðrum fæti síðasta spottann og segi bara guð sé lof fyrir ipodinn hans AKH og Epli i remixinu hans Björns, það hélt mér gangandi þangað til ég komst heim.

Monday, April 24, 2006

mánudagur

Þá er farið að verða sumarlegt veður hér aftur, heitt og þvalt. Eins gott að fara snemma, eða seint, í gönguferð dagsins. Strákarnir skemmtu sér í sundi í gær, alveg orðin fín laugin ekkert köld lengur. Stefán Örn aðeins brenndur á bakinu, erfitt að muna þetta með að vera alltaf að bera á sig sólkrem. Andamamma er búin að missa 1 unga, kallast nú bara gott að halda 12 ennþá. Ég held bara að ég sé búin að setja allar myndir í albúm, verst að myndavélin gleymdist þegar við fórum á Coca Cola safnið svo það eru frekar leiðinlegar myndir þaðan sem teknar voru á síma. Betra en ekkert.
(Þar sem þetta fór ekki inn á mánudaginn kemur það hér)

Friday, April 21, 2006

Fuglahúsið, eða þvottahúsið?

Þá er ég búin að koma fugli dagsins út. Þetta er semsagt ekki í fyrsta sinn sem það kemur fugl inn til mín. Þeir vita greinilega að hér býr kona sem á fult af fuglakorni en fatta bara ekki að þegar þeir koma inn er erfitt að komast út aftur. Hef þá grunaða um að troða sér niður um skorsteininn, heyri allavega alltaf í þeim fyrst þar. Jæja hann er semsagt floginn sá fuglinn, vona að hann eigi ekki unga í skorsteininum.
Nú hér er allt að komast í sama hægaganginn og fyrir ferð, þvottavélinn komin í lag sem betur fer og framundann margir þvottar. Alexander alltaf að koma heim með A á testunum en heimalærdómurinn ennþá að vefjast eitthvað fyrir honum, sem er ekki gott fyrir kvartalseinkunnirnar. Veit ekkert betra orð fyrir þetta á Ísl. en vetrinum er skipt í 4 hluta og krakkarnir koma semsagt með heim með einkunnarblöð fyrir hvern hluta þegar honum líkur. Er alltaf að reyna að ýta á hann með að vera nú duglegur að læra heima og skila öllu í skólanum en þori ekki að vera of kröfuhörð heldur, vont að finna meðalveginn i því eins og öðru. Stefán Örn er alltaf sama Aið út í gegn en þori heldur ekki að vera of upprifin yfir því svo Alexander heyri. Þetta er nú meira ruglið.

Thursday, April 20, 2006

Gleðilegt sumar

Jæja þvottavélin komin í lag. Já gleymdi að segja frá því að ég rétt náði að þvo eina vél eftir að við komum úr ferðalaginu áður en hún gaf upp öndina. Nú var ekki um annað að ræða en að drífa sig í búðina að kaupa sér fleiri föt. Rosalega góð ástæða til þess. Kanski maður ætti að fara að lauma nagla svona annað slagið í vélina, bara svona svo maður geti fengið sér eitthvað skemmtilegt og nýtt að vera í. Verð að láta fylgja með mynd af stórfjölskyldunni í garðinum.Uppgefin

OK þá er ég endanlega uppgefin á hinu blogginu. Annaðhvort er maður kæfður í auglýsingum eða kemst ekki inn nema gefa upp kennitölu, af öllum tölum, nema hvortveggja sé. Nenni ekki svona veseni. Þessi síða verður að duga meðan ég athuga hvað ég geri úr þessu.