Þá er farið að verða sumarlegt veður hér aftur, heitt og þvalt. Eins gott að fara snemma, eða seint, í gönguferð dagsins. Strákarnir skemmtu sér í sundi í gær, alveg orðin fín laugin ekkert köld lengur. Stefán Örn aðeins brenndur á bakinu, erfitt að muna þetta með að vera alltaf að bera á sig sólkrem. Andamamma er búin að missa 1 unga, kallast nú bara gott að halda 12 ennþá. Ég held bara að ég sé búin að setja allar myndir í albúm, verst að myndavélin gleymdist þegar við fórum á Coca Cola safnið svo það eru frekar leiðinlegar myndir þaðan sem teknar voru á síma. Betra en ekkert.
(Þar sem þetta fór ekki inn á mánudaginn kemur það hér)
No comments:
Post a Comment