Wednesday, April 26, 2006

göngublaðra

Ég hélt nú bara að ég mundi ekki hafa það heim úr göngunni í dag. Þannig er að á mánudaginn fékk ég þessa líka risa blöðru aftan á fótinn, eftir skóna. Var eiginlega ákveðin í að kaupa nýja með það sama en gerði ekki. Fór svo ekkert í gönguna í gær, mikið annað að gera og gleymdi þessvegna öllu með þessi skókaup. Uppgötvaði svo í morgun þegar ég ætlaði að drífa mig af stað að ég var ennþá með blöðru og ekki búin að fjárfesta í nýjum skóm. Þar sem það verður ansi heitt þegar líða tekur á daginn og ekki hægt að labba í svoleiðis hita ákvað ég að plástra blöðruna og reima svo vel skóna og drífa mig svo af stað. Almáttugur minn hefði ég bara drifið mig í búðina að kaupa nýja skó frekar en þetta. Eins og ég sagði þá var ég semsagt eiginlega bara á öðrum fæti síðasta spottann og segi bara guð sé lof fyrir ipodinn hans AKH og Epli i remixinu hans Björns, það hélt mér gangandi þangað til ég komst heim.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ! Aldeilis dugnaður í þér! Ertu að ganga daglega og hvað ertu að ganga langt? Er hægt að ganga fyrir hita? Hér er loksins kominn hiti í vorið!
Knús