Life should NOT be a journey to the grave with the intention of arriving safely in an attractive and well preserved body, but rather to skid in sideways, chocolate in one hand, wine in the other, body thoroughly used up, totally worn out and screaming... Damn, What a ride!!
Wednesday, April 26, 2006
göngublaðra
Ég hélt nú bara að ég mundi ekki hafa það heim úr göngunni í dag. Þannig er að á mánudaginn fékk ég þessa líka risa blöðru aftan á fótinn, eftir skóna. Var eiginlega ákveðin í að kaupa nýja með það sama en gerði ekki. Fór svo ekkert í gönguna í gær, mikið annað að gera og gleymdi þessvegna öllu með þessi skókaup. Uppgötvaði svo í morgun þegar ég ætlaði að drífa mig af stað að ég var ennþá með blöðru og ekki búin að fjárfesta í nýjum skóm. Þar sem það verður ansi heitt þegar líða tekur á daginn og ekki hægt að labba í svoleiðis hita ákvað ég að plástra blöðruna og reima svo vel skóna og drífa mig svo af stað. Almáttugur minn hefði ég bara drifið mig í búðina að kaupa nýja skó frekar en þetta. Eins og ég sagði þá var ég semsagt eiginlega bara á öðrum fæti síðasta spottann og segi bara guð sé lof fyrir ipodinn hans AKH og Epli i remixinu hans Björns, það hélt mér gangandi þangað til ég komst heim.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hæ hæ! Aldeilis dugnaður í þér! Ertu að ganga daglega og hvað ertu að ganga langt? Er hægt að ganga fyrir hita? Hér er loksins kominn hiti í vorið!
Knús
Post a Comment