Friday, April 28, 2006

labba, labba

OK ég labbaði semsagt ekki eins langt í dag en ég hef góða afsökun. Blöðrur á öðrum fæti sem eru ekki alveg grónar og nýja strigaskó. Einmitt fór í gær og keypti þá. Ætlaði að spara en komst að þeirri niðurstöðu að fæturnir á mér skiptu meira máli en nokkrar krónu eða dollarar. Þetta eru meiri hátar góðir skór en finn að ég þarf aðeins að tillabba þá. Er orðin svo vön að hafa gelsólana að ég var svona smátíma að átta mig á að nú eru þeir bara innbyggðir í skóna. Flott ha..
Alexander var eins og ég skrifaði hér fyrr í vinnunni með pabba í gær og ég bjóst við að þurfa að sækja hann kl 1. Nei héld nú ekki. Minn maður skemmti sér svo vel í vinnunni að hann var allann daginn með pabba sínum. Hann sofnaði líka eins og grjót þegar hann lagðist á koddann í gærkveldi.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ! Gott hjá þér að vanda valið á skónum. Það á eftir að skila sér :) Finnst frábært að þú ert svona dugleg að fara út að ganga.
Kær kveðja úr kuldabælinu...