Monday, May 01, 2006

afmælið búið

Þá er nú 1 afmælið enn liðið an stórtíðinda. Þetta var nú ágætis afslöppunarhelgi. Ekkert varð úr fótboltanum hjá strákunum svo við vorum öll hérna heima í rólegheitum.
Mamma gaf mér Tempur koddann, sem ég er búin að sofa með síðan hún var hér, í afmælisgjöf . Þetta er allt annað með axlirnar og hálsinn. Maður er ekki næstum eins stífur á morgnanna. Var orðið alltaf með hálsríg þegar ég vaknaði. Ég fékk Ipodinn frá strákunum svo nú þarf ég ekki að nappa Alexanders þegar ég fer í gönguna. Mikið þægilegri og 3 sinnum minni enda heitir hann nano, segir sig sjálft að hann er lítill með svoleiðis nafn. Kláraði spilið sem ég fékk frá Ubi svo nú get ég hjálpað hinum spilurunum á foruminu eins og hinir unglingarnir. Frekar stutt en ágætt.

1 comment:

evaste said...

Já til hamingju með afmælið um daginn. Vonandi áfram spræk og hress þó gömul sé. Ha ha. Bið að heilsa öllum.
Kv Eva og co