Friday, May 26, 2006

2 litlar dúllur




Loksins komu myndir af litlu krílunum. Fínir strákar.
Það verður nóg að gera hjá Önnu Pálu þegar hún verður komin með 3 ákveðna stráka heim.
Ég er búin að vera á fullu að finna einhverjar sumarbúðir fyrir strákana svo þeir geri nú eitthvað annað en hanga í tölvu í sumarfríinu. Verða að komast eitthvað út og hitta aðra krakka. Það er búið að vera frekar drungalegt veður, greinilega að koma sumarveður, hálfgerð rigning annað slagið og þrumur í fjarska svo það hefur lítið verið hægt að vera úti eða í sundi. Vonandi stendur það til bóta, maður er að mygla svona inni.

No comments: