Wednesday, May 31, 2006

Löng helgi búin


Þá eru við búin að skoða allt space center, loksins. Fórum á mánudaginn og beint í rútu þegar við komum þangað. Fyrir innan hlið er svo stoppað á 3 stöðum og skoðað, þar á meðal skotpallurin sem geimskutlunni er skotið frá. Þar var Discovery tilbúin fyrir næstu ferð, en það á víst að skjóta henni upp 1 júli eða þar um kring. Geimskutlunni er alltaf komið fyrir allavega mánuði fyrir skot á pallinum. Þetta var fróðlegt og skemmtilegt og margt að skoða.
Palli fór svo í gærmorgun til Alabama og erum við að hugsa um að fara þangað ef hann verður eitthvað meira en fram að helgi þar.
Ásta Björg er að vinna við öryggisgæslu en ekki umferðarvörslu lol. Hún byrjaði á sunnudaginn og var að vinna allann þann dag og mánudaginn og bara gaman hjá henni.

1 comment:

Anonymous said...

parf ad athuga:)