Friday, May 05, 2006

sumarfríishugleyðingar

Mér til mikillar gleði kom andamamma syndandi í gær með alla 12 ungana sína. Þeir 2 höfðu greinilega verið í felum þegar ég taldi bara 10. Gaman. Veðrið er alveg akkurat sumar núna og sundlaugin vel nýtt. Kaffikönnuvandamálið leystist í bili með að Palli kom með könnu heim úr vinnunni sem var bara svona í afgang. Einhver hafði nú eitthvað kvartað yfir að hún héldi illa heitu svo nú sjáum við til með hana. Hann kom líka með síma sem var akkúrat það sem vantaði líka svo það leystist líka.
Það er farið að styttast í skólafrí hjá strákunum svo það fer að koma sumarfríis fílingur í þá. Við erum nú ekki farin að plana neitt fyrir sumarfríið ennþá en ég er eiginlega ákveðin í að fara til Ástu Bjargar í haust þegar hún flytur í hina íbúðina. Reikna frekar með að það verði bara ég því skólinn verður byrjaður hjá strákunum. Svo erum við svona nokkurnvegin ákveðin í að fara til Íslands um jólin. Þannig að það er eins gott að fara að athuga hvað maður getur gert sniðugt í sumar, ekki seinna vænna. Veit að það verður allavega að koma við í Universal eins og 1 sinni ef ekki oftar. Annað verður bara að koma í ljós.

1 comment:

Anonymous said...

Góðann daginn! Þá er ég bæði búin í teinu og kaffinu :) Það er nú hálf einmannalegt hérna á síðunni, vantar sennilega auglýsingabannerana ;) eitthvað svo dautt.
Humm...
Geri ráð fyrir að þú rekir inn nefið á síðunni minni. Þurfum að fara að heyrast kella.
Gangi þér vel.

Knús,
Guðrún