Tuesday, July 31, 2007

oj oj oj

Það er óhætt að segja að þessi mánuður og þá helst þessi dagur sé sá versti sem ég hef á æfi minni upplifað. Hér sit ég í draslinu mínu í húsinu sem ég þarfa að skila af mér á miðnætti og ekki ennþá búin að fá mitt. Veit ekki alveg hvort maður á að gráta eða hlægja ( með svona geðveikishlátri) eða bara leggjast í lækinn.

Sunday, July 15, 2007

á ferð og flugi

Allir skemmta sér vel i Tampa. Ströndin í gær og rússibanar í dag.

Thursday, July 05, 2007

nýtt hús

Já jamm bara búin að versla 1 stykki hús. Þar sem það er nú ekki alveg eins og fara í bakaríið að kaupa brauð hefur verið heldur mikið að gera hér í sólskynsfylkinu undanfarnar vikur og ekki alveg tími til að skrifa neinar ritgerðir eða skemmtisögur hér, ekki það að það sé vanalegt. Við fundum hús hér rétt hjá og hentar vel þar sem strákarnir verða þá áfram í sínum skólum. Alexander á eftir 1 ár í middle school svo fer hann í sama skóla og Stefán Örn sem er mjög ánægður með sinn skóla. Ásta Björg greyið hefur ekki fengið miklar skoðunarferðir þar sem skoða hús og skrifa pappíra hefur verið aðalaðgerðirnar. Allavega hægt að skreppa eitthvað núna. Við reiknum með að fá afhent um miðjan mánuð en þá á eftir að mála og setja upp eldhúsinnréttingu svo við verðum trúlega út mánuðinn að koma okkur fyrir. Allavega spennandi og reyni að tka einhverjar myndir og setja inn við tækifæri, hef ekki verið svo dugleg við það undanfarið heldur.