Wednesday, April 15, 2009

Vor frí


Í síðustu viku var vor fríið (spring break) hjá strákunum. Þar sem Ásta Björg var hérna þá skelltum við okkur til Sanibel og Clearwater sem er á vestur strönd Florida. Fórum snemma á þriðjudagsmorgni og keyrðum eftir alligator alley þar sem var óvenju mikið af aligators í þetta skiftið og beint til Naples og svo upp með ströndinni til Sanibel. Sanibel er ein af eyjum sem er í eyjaklasa milli Naples og Fort Myers. Það sem er sétstakt við hana er að hún liggur þvert á flóann og koma þessvegna þar á land fullt af flottum kuðungum og skeljum og þegar talað er um hana er sagt að þar sjáist flestir rassar á strönd í Florida því allir standa bognir með rassinn upp að gá að skeljum. Við fundum nokkrar og héldum svo til Sarasota til að gista fyrstu nóttina.Fórum svo daginn eftir til Clearwater sem er norðan við St. Petersburg og gistum þar seinni nóttina. Sjórinn var of kaldur til að synda að okkar mati svo við héldum okkur við sundlaugina sem var upphituð. Mætti halda að við værum ekki frá Íslandi, eða kanski verður maður svona skræfa þegar maður kemur út fyrir landið, alla vega man ég þegar maður fór í sund í frosti og snjó og hárið á manni fraus þegar maður stakk hausnum upp úr vatninu, núna getur maður varla farið í vatn nema það sé 30 stiga hiti úti. Jæja við notuðum svo daginn eftir til að fara í Big Cat Sanctuary sem er rétt norðan við Tampa og sáum þar ljón, tígrisdýr, bobcats og cougars og nokkra páfugla sem virðast vera allstaðar líka. Keyrðum svo heim um kvöldið til að hvíla okkur fyrir næstu ferð til Bahamas á laugardeginum.