Þá er ég búin að koma fugli dagsins út. Þetta er semsagt ekki í fyrsta sinn sem það kemur fugl inn til mín. Þeir vita greinilega að hér býr kona sem á fult af fuglakorni en fatta bara ekki að þegar þeir koma inn er erfitt að komast út aftur. Hef þá grunaða um að troða sér niður um skorsteininn, heyri allavega alltaf í þeim fyrst þar. Jæja hann er semsagt floginn sá fuglinn, vona að hann eigi ekki unga í skorsteininum.
Nú hér er allt að komast í sama hægaganginn og fyrir ferð, þvottavélinn komin í lag sem betur fer og framundann margir þvottar. Alexander alltaf að koma heim með A á testunum en heimalærdómurinn ennþá að vefjast eitthvað fyrir honum, sem er ekki gott fyrir kvartalseinkunnirnar. Veit ekkert betra orð fyrir þetta á Ísl. en vetrinum er skipt í 4 hluta og krakkarnir koma semsagt með heim með einkunnarblöð fyrir hvern hluta þegar honum líkur. Er alltaf að reyna að ýta á hann með að vera nú duglegur að læra heima og skila öllu í skólanum en þori ekki að vera of kröfuhörð heldur, vont að finna meðalveginn i því eins og öðru. Stefán Örn er alltaf sama Aið út í gegn en þori heldur ekki að vera of upprifin yfir því svo Alexander heyri. Þetta er nú meira ruglið.
1 comment:
Hæ hæ fuglakona :)
Það er rétt hjá þér að hann er vandfarinn meðalvegurinn!
Er að skella mér í spinning svona í morgunnsárið, er frekar húkt á þessu fyrirbæri :)
Góða helgi
Post a Comment