Thursday, April 27, 2006

andalaust eða ekki

Þá er Alexander farin með pabba sínum í vinnuna. Ég var nú viss um að hann mundi ekki vakna í morgun kl. 5.30 en hann var óvenjulega sprækur á fætur. Það er dagur í skólanum sem heitir Take your Child to Work Day og þá mega börnin fara með foreldrunum í vinnuna í staðin fyrir skólann. Ég sæki hann svo kl.1 en þá er hann jú búin að vera sinn fulla skóladag.
Heyrði einhver læti áðan úti, andalæti og svei mér þá fólksfæluendurnar bara farnar að synda í sundlauginni. Ég kalla þær það vegna þess að hér í ammríku eru ferlega ljótar endur, stórar og ljótar í framan en það hafa alltaf verið 2 svona sætar venjulegar endur á þvælingi hér í kring. Alltaf þegar ég gef öndunum þá koma stóru ljótu alltaf hlaupandi ekki hræddar við neitt en þessar litlu hlaupa í burtu ef maður kemur nálægt þeim. En nú eru þær semsagt að fá sér sundsprett í sundlauginni.
Jæja farnar, þetta var sem betur fer stutt stopp hjá þeim.
Það er allt gott að frétta af Ástu Björg, er farið að styttast í sumarfrí hjá henni en hún á eftir að fara í 1 próf í byrjun mai og svo er bara vinna, vinna.

Maður var aldeilis var við að sumarið er að koma í gær þegar það rigndi eins og hellt úr fötu og þrumur með því. Orðið ansi rakt líka.

1 comment:

Guðrún said...

Góðann daginn!
Ertu ekkert að hafa áhyggjur af fuglaflensu þarna? Hér hefur verið smá titringur, en þó lagast. Sennilega allir að venjast þessu eins og öðru.
Hér er loksins orðið suttermabols og sokkalaust veður :) Annars allt í rólegum gír.
Bestu kveðjur til þín.