Saturday, November 22, 2008


Jæja komin heim í heiðardalinn og þegar farin að kvíða fyrir næstu flugferð. Keypti reyndar þessa líka fínu flugsokka í flugstöðinni í keflavík og rembdist við að troða þeim á mig inn á snyrtingunni, í þröngum bás. Hafði það af með miklu stumri og látum og ekki er gott að vita hvað fólk sem átti leið þarna um helt að gengi á þarna í básnum, lol. En sokkarnir gerðu gagn,þó þeir hafi verið hálf krumpaðir á mér, en það var greinilegt 12 tímum seinna heima. Var bara með baby-fíla fætur í staðin fyrir fullvaxna-fíla fætur svo þeir verða notaðir aftur. Nú allt var við sama heima, nema kanski búið að uppfæra tölvubúnaðin aðeins, sem gerist mjög oft þegar Palli er skilin svona eftir umsjónarlaus heima í smátíma. Engin fellibylur og farið að kólna. Greinilega komin vetur í Florida eins og annarstaðar, nema í Ástralíu.

Vetur í Florida

No comments: