Þetta gengur víst ekki lengur. Anna hvort er maður með bloggsíðu eða ekki. Ég verð að reyna að gera eitthvað róttækt í þessum skrifum hér eða hætta þessu alveg.
Það er margt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast. Við vorum jú að flytja í nýja (gamla) húsið og byrjuð að gera það upp sem ekki er vanþörf á . Eldhúsið var hálfgert eða varla það, skáparnir settir upp að vegg en ekki festir og 1 í kassanum ennþá, búið að vera svoleiðis í 2 ár, ekki spyrja hversvegna. Helluborð og ofnar ennþá í kössum, en ísskápur og uppþvottavelin allavega í notkun.
Það er ýmislegt sem þarf að gera annað en eldhúsið. Bæði baðherbergin eru illa farin og þarf að gera upp. Það er ónýtt bað í öðru og wc sem er alltaf að stíflast. Það er þó nothæf sturta í hinu en illa farið og verður að gera eitthvað róttækt á báðum stöðum, líklega rífa allt út og setja nýtt. Nú herbergin voru við að vona að við gætum bara málað og flutt inn í en ekki varð okkur að þeirrri ósk þar sem maurar höfðu greinilega verið leigjendur þar og varð að segja þeim upp leigunni hið snarasta sem þýddi að taka þurfti flísar af gólfunum og setja nýtt gólfefni og tók tíma og krafta að gera það. Jæja nóg í dag, framhald á morgun
No comments:
Post a Comment