Thursday, April 26, 2007

ferðalangar



Þá er Alexander farin í Bush gardens með peer counseling bekknum. Lögðu af stað kl. 5 í morgun. Heppin að fá frí og að fara í skemmtigarð. Hann var nú ekki viss um að hann vildi þetta fag þar sem það var ekki val hjá honum en held þetta séu skemmtilegustu tímarnir. Hann kemur ekki heim fyrr en upp úr 11 í kvöld svo minn verður örugglega þreyttur. Stefán Örn er farin að undirbúa sína ferð, en hann fer á laugardaginn og kemur ekki heim aftur fyrr en á miðvikudag. Það verður gaman að sjá hvort hann kemur með bikar heim úr þessari ferð J
Ég fór í gærkvöldi á CSQ fund og kom heim með vinninginn í rafflinu. Bók og efni. Heppin kona. Það var svokallað ”trunk” show eða syning hjá okkur í gærkvöldi og get svo svarið fyrir að konan var með yfir hundrað quilts sem hún hafði gert síðustu 15 ár hvert öðru fallegra. Hún sagðist vera búin að gera mikið fleiri en hefði hætt að telja þegar hún var komin í 300. Djís og sum þessi teppi voru hand quiltuð sem tekur nú bara heila eilífð á litlu teppi, hvað þá heilu rúmteppi. Eins gott að halda áfram að sauma.

No comments: