Thursday, April 19, 2007

buddieBúin að prufukeyra nýju saumavélina. Algjört æði. Buddie, en það er semsagt nafnið er algjör draumur í dós. Lítill og léttur og hægt að fara með hann hvert sem er án þess að verða handlama, sem er einmitt ekki gott þegar maður er að fara að sauma, og kostaði lítið horn úr buddunnu að auki sem auðvitað stór plús. Nú er ég tilbúin að fara á helling af námskeiðum eða bara út verönd ef því er að skifta, hvenær sem er. Þetta er extra létt Brother vél, ef einhverjum langar að
Svolítið fyndið samt að skoða ef maður tekur tölustafina í burtu stendur eftir csi, sem er nú 1 af þessum góðu í tv´inu
Annars er allt gott héðan. Palli slapp ekki heim á sjálfan afmælisdaginn en hann náði heim uppúr 1 um nóttina og er heima núna, allavega í bili. Páskafríið búið og nú eru strákarnir bara óþolinmóðir eftir að skólanum ljúki, en það er nú ekki alveg fyrir næsta horn. Veðrið hérna hefur verið einkennilegt alveg frá síðasta sumri, ekki bara mér sem finnst það heldur tala veðurfræðingar um þetta líka. Einkennilega þurrt, það er lítið vatn í vatninu svo nú er bannað að vökva nema vissa daga í smátíma. Maður er farin að bíða eftir að hitni vel svo hægt sé að komast í sund, ekki það að það sé ekki sæmilegasta hitastig úti, um 25° sem á íslenskan mælikvarða er nú ekki svo slæmt ha. En sundlaugin nær ekki að hitna nóg til að maður, ísl. sem er vanur upphituðum laugum, geti hugsað mér að dífa tá í þetta hvað þá meiru.

2 comments:

Guðrún said...

Til hamingju með nýju vélina :)
Vonandi getið þið farð að synda sem fyrst, er svo gaman.
Knús úr sönderborg þar sem eru núna 22° :)

dagny said...

hæ Alda... gaman ad lesa bloggid thitt... vel skrifad :)
eg er aftur komin i stjorn... gaman gaman ;)
kv. ur sønderborginni
dagny