Sunday, April 29, 2007

heppin








Þá er 1 komin heim heilu á höldnu og hinn farinn til Orlando. Alexander kom heim með þetta tígrisdýr sem er næstum stærra en hann sjálfur. Þetta var góð ferð hjá honum. Stefán Örn var líka spenntur að fara, en ég sagði að hann þyrfti nú ekki nauðsynlega að koma með bikar heim í þetta skiftið, bara hafa gaman.
Ég fór á kynningu í quilt búðinni sem ég var búin að leita að en hélt að væri bara hætt (en fann loksins hérna nálægt) og það var meiri háttar gaman að hitta ennþá fleiri quiltkonur. Þar sem þetta var happavikan mín (greinilega miðað við það sem ég fékk á CSQ fundinum) þá var nafnið mitt dregið úr körfu og kom ég heim með glasabakka með quiltmyndum á. Flott þar sem ég er að nota þessa gömlu ljótu korkbakka sem ég keypti fyrir ca. 25 árum og komin tími á endurnýjun. Ég var svo hissa á þessu happi að ég sagði við Palla að líkllega yrði ég bara að skreppa í casinoið næst og gá hvort ég gæti ekki unnið eitthvað þar. Lol. Eða kanski ég kaupi lottomiða það er líklega ódýrara en casinoferð.







1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ og til hamingju með heppnina :)
Rakst á þessa linka og ákvað að senda þér:
http://www.fatquartershop.com
og
http://www.eaglecreekquiltshop.com

Kær kveðja,

Guðrún