Jæja það hlaut að koma að því. Ég vaknaði í nótt með eðlu á hálsinum og var það frekar óþægilegt. Sem betur fer var hún ekki stór og flaug hið snarasta út í horn. Eins og það er mikið af þeim þá er það mesta furða hvað maður verður lítið var við þær inni en það er eins og með kóngulærnar og flugurnar í DK, maður vil frekar hafa eðlurnar en maurana.
Hér er annars allt komið á fullt eftir páskafrí, sem var frekar lummulegt frí, sérstaklega fyrir SÖH sem þurfti að gera verkefni í fríinu og lauk þvi náttúrulega ekki fyrr en kvöldið fyrir skóladag aftur. Hann átti að skila því þann dag svo það var eins gott. Mér finnst það nú frekar hallærislegt að láta krakkargreyin gera svona verkefni í páskafríinu en það var svona líka í jólafríinu. En hann er semsagt búin að skila en ekki búin að fá einkun fyrir það enn. Ásta Björg er ennþá á fullu að gera sín verkefni og gengur vel eftir því sem hún segir.
Veðrið er svona lala, ekki alveg nógu heitt til að fara í sund ennþá og koma svona skúrir annað slagið. Gekk reyndar yfir með þrumuveðri hér i gærkvöldi og nótt, meiri lætin. Palli ennþá að heiman og veit ekki hvenær hann kemur. Hélt það yrði í þessari viku en við vitum að það er ekki alltaf að marka það sem maður heldur fyrst, ha.
Hér er annars allt komið á fullt eftir páskafrí, sem var frekar lummulegt frí, sérstaklega fyrir SÖH sem þurfti að gera verkefni í fríinu og lauk þvi náttúrulega ekki fyrr en kvöldið fyrir skóladag aftur. Hann átti að skila því þann dag svo það var eins gott. Mér finnst það nú frekar hallærislegt að láta krakkargreyin gera svona verkefni í páskafríinu en það var svona líka í jólafríinu. En hann er semsagt búin að skila en ekki búin að fá einkun fyrir það enn. Ásta Björg er ennþá á fullu að gera sín verkefni og gengur vel eftir því sem hún segir.
Veðrið er svona lala, ekki alveg nógu heitt til að fara í sund ennþá og koma svona skúrir annað slagið. Gekk reyndar yfir með þrumuveðri hér i gærkvöldi og nótt, meiri lætin. Palli ennþá að heiman og veit ekki hvenær hann kemur. Hélt það yrði í þessari viku en við vitum að það er ekki alltaf að marka það sem maður heldur fyrst, ha.
1 comment:
Góðann og blessaðann daginn. Sammála því að það er illa frið með frí að þurfa að læra í því :) uss uss uss... Hér er að hlýna líka og flugurnar og kóngulærnar sprækar eftir hlýjan vetur ojjj... Hjólaði út í sveit í gær og váá... magnið að pöddunum sem flugu og vildu upp í munninn á mér ojj...
Veit ekki hvernig ég taklaði eðlu í rúminu hjá mér :/
Knús til þín og vertu nú dugleg að skrifa gullið mitt.
Post a Comment