
Palli farin til Mexico og verður allavega mánuð segir hann, ef fer eins og vanalega þá verður hann nú lengur en það. Það er nóg að gera hjá mér, námskeið í hverri viku og sjúkraþjálfarinn þess á milli. Ég fékk quiltramma frá fjölskyldunni í afmælisgjöf en hann er ekki komin ennþá en von á honum í dag. Gat allavega fengið Palla með mér að kaupa stangirnar sem fara á hann áður en hann fór, því þær eru þungar og langar svo þær eru komnar í hús. Get örugglega fengið strákana til að hjálpa við að setja hann saman þegar hann kemur. Spennandi. Eins gott að vera dugleg að sauma svo það verði nú einhver nýting í fína rammanum.
Ég er líka farin að ýta á Ástu Björg að fara nú að finna íbúð og athuga með flug svo hún geti komið hingað. Æji hvað verður gott að fá hana hingað, sakna hennar nú aðeins pínu

1 comment:
Kær kveðja úr rigningunni og rokinu :)
Post a Comment