Thursday, May 31, 2007

skólinn búin

Ásta Björg skilaði sér á tilsettum degi. Get ekki sagt tíma þar sem flugið var 3 tímum á eftir áætlun. Við vorum semsagt ekki komin heim fyrr en að verða 4 um nóttina, frekar þreytt. Ekki smuga að koma drengjunum í skólann svo það var svona aukafrí þann daginn.. Við erum búnar að hafa það gott mæðgur, aðeins búið að kíkja í moll og nokkrar bókabúðir og fleira “skemmtilegt”. Drifum okkur líka í bíó. Ætluðum að sjá Shrek en þar var uppselt svo við fórum á Spiderman í staðin. Var nú eiginlega alveg að lognast út af úr leiðindum, djís hvað er hægt að gera margar svona endurgerðar myndir úr teiknimyndasögum. Meira að segja Garfield er ekki nógu góður í bíómynd, þó ég myndi frekar vilja sjá hann aftur en kóngurlóna. En hvað um það. Það er síðasti dagurinn í skólanum hjá strákunum svo nú er eins gott að fara að setja sig í” taktu nú pásu frá tölvunni” eða “reynið nú að fara á lappir fyrir hádegi í dag” gírinn.

Palli er ennþá einhverstaðar í Texas en segist vera að þokast í áttina heim, hmmm sjáum til með það.

No comments: