Jæja þá er Palli á leið til Orlando frá Tampa. Hann var að vinna þar í gær og fer svo í flug í kvöld til Íslands. Miðað við kuldann hér í morgun er örugglega jafnkalt í Orlando og á Íslandi, eins gott að hann er með hlý föt með sér. Ég er allavega komin í peysu, nenni nú ekki að setja hitan á, það verður alltaf svo vond hitalykt þegar maður notar hita svona sjaldan. Það er þó allavega sól úti svo það ætti að hitna aðeins þegar líður á daginn.
Ég fór eina ferðina enn í mammó í gær og það virðist ekki vera breyting síðan í september svo vonandi er ekkert að gerast þarna. Fer til sérfræðingsins í enda mánaðarins svo þá fæ ég að vita eitthvað meir. Þessum læknaheimsóknum mínum ætlar seint að ljúka og er ég að verða frekar þreytt á þessu en næst fer ég á mánudag til að láta skoða öxlina og bakið og vona að ég fái nú að fara í sjúkraþjálfun þar á eftir svo ég geti farið að gera eitthvað sjálf. Þori voða lítið að hreyfa mig, er svo hrædd um að bakið fari alveg eins og í haust.
No comments:
Post a Comment