Ég get svarið fyrir að það væri hægt að kynda heilt hús í viku ef ekki mánuð á öllu þessu pappírsflóði sem er að kæfa mann. Ég eyddi öllum deginum í gær í að fara í gegnum pappíra sem voru bókstaflega að yfirtaka húsið, voru alstaðar. Held meira að seggja að þeir finni sér felustaði sjálfir, allavega stundum einkennilegir staðir sem maður finnur hina ýmsu pappíra. Sé að það þarf virkilega að kaupa annan "file" skáp. Mér varð hugsað til þess er ég fór með Libby til nágranna hennar eftir Wilmu að ná í mat sem hún hafði fengið að geyma þar í frysti. Frystirinn var í bílskúrnum hjá þeim og maður þurfti að skáskjóta sér milli skjalaskápa til að komast að frystinum sem var í einu horni bílskúrsins. Og þeir náðu alveg upp í loft líka, í þessum tvöfalda "bílskúr", sem var það náttúrulega ekki lengur því það hefði ekki komist leikfangabíll þarna inn. Bískúrinn var semsagt orðin skjalageymsla. Ég er semsagt búin að fylla minn litla einfalda skjalaskáp og sé að ég verða að fjárfesta í öðrum ef ég ætla að hafa pappírana á vísum stað í framtíðinni. Kanski verð ég að fá mér tvöfaldann bílskúr seinna meir til að geyma alla skjalaskápana, hver veit.
Nú veðrið, verður maður ekki alltaf að segja smá veðurfréttir líka, ha? Hér er semsagt búin að vera ferlegur kuldi á næturnar og ekki laust við að það sé enn frekar kalt og ekki bætir havaðarokið sem er að ganga yfir núna. Sólin er samt eitthvað að reyna að bæta úr þessu og skilst mér að það eigi eitthvað að hlýna á morgun. Vona það því það verður svo ferlega þurrt loft hér þegar það kólnar að maður er þurr ofan í ra...
1 comment:
Hæ hæ og gaman að koma hér og sjá að það er búið að blogga og blogga :)
Vorum að koma heim í dag eftir eina ferðina til Íslands í ár. Mín númer tvö og Billa númer þrjú. Nú er komin pása og eftir veikindin sem hafa hrjáð mig í þessi tvo síðustu skipti kemur ekkert til greina að annað en suður á bóginn, ... ja, ef það á þá að fara eitthvað;)
Kveðja úr Sönderborg
Post a Comment