Thursday, May 18, 2006

skólaferðir

Þá er Alexander búin að fara í sína skólaferð. Þau fóru á laugardagsmorgun kl 5.30 af stað til Orlando til að fara í Sea World. Það var alveg rosalega gaman segir hann, þó að hann hafi nú aðeins tínst pínulitla stund í enda ferðarinnar. Það fór nú allt vel og hann gat hringt í mig og ég í kennarann sem var einmitt farin að leita að honum. Hann var komin fyrir utan þar sem þau áttu að hittast til að fara heim svo hann þurfti ekki að bíða lengi eftir þeim. Heimferðin gekk vel og þau voru komin heim kl 11 og minn maður var varla búin að halla höfðinu á koddann þegar hann sofnaði, enda búin að eiga langann dag.
Skólaferðin hans Stefáns Arnar er svo í dag og ég skal alveg viðurkenna að ég verð fegin þegar hann verður komin heim. Ekki það að ég hafi áhyggjur af stóra barninu, bara gott að vita af þeim heima en ekki svona langt í burtu. Hann þurfti að vakna kl 5 því rútan fór kl 6.20 af stað til Universal, Orlando. Þau eiga svo að koma heim kl 10 í kvöld.
Ég var farin að hafa áhyggjur af andamömmu því hún hefur ekki sést i marga daga núna svo ég var voða glöð þegar hún kom vappandi með ungana sína núna rétt áðan. Það er búin að vera Alli svamlandi hér í kanalinum núna í nokkra daga og fór loksins í gær mér og öllum öndunum til mikils léttis. Það er líka búið að vera svo einkennilegt veður undanfarið, stormur að fara yfir og eldingar og rigning, sem er nú reyndar gott fyrir gróðurinn og everglades (vitrir menn segja að það sé vegna þurrka sem Allarnir eru að færa sig austar, ekkert æti í everglades og lítið vatn) en slæmt fyrir göngurnar mínar. En maður verður víst að gleðjast yfir hækkuðu vatnsborði svo allarnir geti verið heima hjá sér og vonandi ekki fleiri árásir, frekar óhuggulegt.

1 comment:

Anonymous said...

Tek undir þetta með skólaferðirnar. Ég verð ekkert smá fegin þegar Bryndís mín kemur heim frá Tékklandi í fyrramálið eftir 5 daga ferð:) Ég rétt næ að hitta hana áður en ég fer í vinnuna og svo liggur leiðin til Köben um helgina :)
Hafðu það gott mín kæra.