Wednesday, May 03, 2006

kaffileysi

Þá er kaffikannan alveg búin að gefa upp öndina. Ég var búin að lækna hana 1 sinni en nú vil hún ekki meir. Ekkert annað að gera enn að kaupa nýja og jarða þá gömlu. Hef haft augastað á svona tviskiptri Krups sem gerir venjulegt kaffi og expresso en er ekki alveg viss (er einhver hissa, þetta er ég), þarf greinilega að hugsa þetta vel en nú er tíminn uppurinn og verð að taka ákvörðun í dag. Palli minn lifir nú ekki af marga daga kaffilaus heima og það er svo ansi dýrt að vera á starbucks á hverjum degi. Nú er bara að vafra aðeins og skoða kaffivélar.
Gangan gengur, fór reyndar ekkert í gær, eitthvað vesen í maganum svo það var gott að komast aftur af stað í dag. Gleymi alltaf að taka með mér skrefateljarann. Ætlaði að gera það bara svona að gamni.
Andamamma var í gær með sína 12 unga en í morgun voru þeir bara 10, sorglegt en svona er andalifið.

2 comments:

Anonymous said...

Góðann daginn! Ég er nú ekki með neitt kaffi hér í morgunnsárið enda enginn að drekka það með... Svo ég er bara komin í hbl teið mitt ;) Vona að þú finnir ásættanlega kaffikönnu svo þú getir afgreitt málið ;) He he
Hafðu það gott og gangi þér vel.
Knús

Anonymous said...

Sæl Alda, Veistu að ég er einmitt kaffi/gormet coffee manneskja. Ég keypti mér bara ódýra mr.coffee coffee/espresso maker fyrir $50 og hún er búin að vera mér mjög góð!! Mæli með henni;) Kveðja úr Japan, Inga