Wednesday, May 31, 2006

Löng helgi búin


Þá eru við búin að skoða allt space center, loksins. Fórum á mánudaginn og beint í rútu þegar við komum þangað. Fyrir innan hlið er svo stoppað á 3 stöðum og skoðað, þar á meðal skotpallurin sem geimskutlunni er skotið frá. Þar var Discovery tilbúin fyrir næstu ferð, en það á víst að skjóta henni upp 1 júli eða þar um kring. Geimskutlunni er alltaf komið fyrir allavega mánuði fyrir skot á pallinum. Þetta var fróðlegt og skemmtilegt og margt að skoða.
Palli fór svo í gærmorgun til Alabama og erum við að hugsa um að fara þangað ef hann verður eitthvað meira en fram að helgi þar.
Ásta Björg er að vinna við öryggisgæslu en ekki umferðarvörslu lol. Hún byrjaði á sunnudaginn og var að vinna allann þann dag og mánudaginn og bara gaman hjá henni.

Sunday, May 28, 2006

sumarið er formlega byrjað


Ásta Björg byrjuð í vinnunni, flottur buningur. Gott að geta verið úti í sumar.
Strákarnir byrjaðir í sumarfríi svo nú er bara að finna eitthvað fyrir þá að gera annað en hanga í tölvu. Loksins þokkaleg sól í dag, er búið að vera þungt yfir. Við ætlum að drífa okkur á morgun, þar sem er frídagur hjá Palla, í space center aftur og sjá það sem við misstum af síðast.

Friday, May 26, 2006

2 litlar dúllur




Loksins komu myndir af litlu krílunum. Fínir strákar.
Það verður nóg að gera hjá Önnu Pálu þegar hún verður komin með 3 ákveðna stráka heim.
Ég er búin að vera á fullu að finna einhverjar sumarbúðir fyrir strákana svo þeir geri nú eitthvað annað en hanga í tölvu í sumarfríinu. Verða að komast eitthvað út og hitta aðra krakka. Það er búið að vera frekar drungalegt veður, greinilega að koma sumarveður, hálfgerð rigning annað slagið og þrumur í fjarska svo það hefur lítið verið hægt að vera úti eða í sundi. Vonandi stendur það til bóta, maður er að mygla svona inni.

Tuesday, May 23, 2006

Dagatal



Eins og sjá má þá er ég búin að setja dagatal hér á síðuna til hægri. Mig langar að byðja ykkur sem lesið póstana að setja inn afmælisdaga ykkar og fjölskyldunnar. Það er alltaf gaman að fylgjast með hvenær fólk á afmæli og minni mitt er ekki eins og það var hér áður. Það sem þið þurfið að gera er að ýta á linkinn og síðan finna daginn og ýta á hann þar sem kemur svo skrifað ''post a new event '' þar skrifið þið svo atburðinn, afmæli brúðkaupsdag eða annað. Takk fyrirfram allir.

Monday, May 22, 2006


Er maður nú bara búin að eignast 2 litla frændur bara si svona.
Datt nú ekki í hug þegar ég hringdi í Stebba áðan að þeir mundu nú fæðast meðan við töluðum saman eða svoleiðis. Þeir áttu nú ekki að koma í heiminn fyrr en um miðjan júlí svo stressið var frekar mikið meðan ég beið eftir frekari fréttum. Þeir eru víst frískir svona eftir atvikum, létu víst aðeins heyra í sér svo loft hafa þeir haft í lungunum. Veit að Anna Pála mín hefur verið frekar stressuð yfir þessu öllu og vona að hún jafni sig fljótt og óska henni til hamingju með 2 sterka stráka.

Thursday, May 18, 2006

skólaferðir

Þá er Alexander búin að fara í sína skólaferð. Þau fóru á laugardagsmorgun kl 5.30 af stað til Orlando til að fara í Sea World. Það var alveg rosalega gaman segir hann, þó að hann hafi nú aðeins tínst pínulitla stund í enda ferðarinnar. Það fór nú allt vel og hann gat hringt í mig og ég í kennarann sem var einmitt farin að leita að honum. Hann var komin fyrir utan þar sem þau áttu að hittast til að fara heim svo hann þurfti ekki að bíða lengi eftir þeim. Heimferðin gekk vel og þau voru komin heim kl 11 og minn maður var varla búin að halla höfðinu á koddann þegar hann sofnaði, enda búin að eiga langann dag.
Skólaferðin hans Stefáns Arnar er svo í dag og ég skal alveg viðurkenna að ég verð fegin þegar hann verður komin heim. Ekki það að ég hafi áhyggjur af stóra barninu, bara gott að vita af þeim heima en ekki svona langt í burtu. Hann þurfti að vakna kl 5 því rútan fór kl 6.20 af stað til Universal, Orlando. Þau eiga svo að koma heim kl 10 í kvöld.
Ég var farin að hafa áhyggjur af andamömmu því hún hefur ekki sést i marga daga núna svo ég var voða glöð þegar hún kom vappandi með ungana sína núna rétt áðan. Það er búin að vera Alli svamlandi hér í kanalinum núna í nokkra daga og fór loksins í gær mér og öllum öndunum til mikils léttis. Það er líka búið að vera svo einkennilegt veður undanfarið, stormur að fara yfir og eldingar og rigning, sem er nú reyndar gott fyrir gróðurinn og everglades (vitrir menn segja að það sé vegna þurrka sem Allarnir eru að færa sig austar, ekkert æti í everglades og lítið vatn) en slæmt fyrir göngurnar mínar. En maður verður víst að gleðjast yfir hækkuðu vatnsborði svo allarnir geti verið heima hjá sér og vonandi ekki fleiri árásir, frekar óhuggulegt.

Friday, May 05, 2006

sumarfríishugleyðingar

Mér til mikillar gleði kom andamamma syndandi í gær með alla 12 ungana sína. Þeir 2 höfðu greinilega verið í felum þegar ég taldi bara 10. Gaman. Veðrið er alveg akkurat sumar núna og sundlaugin vel nýtt. Kaffikönnuvandamálið leystist í bili með að Palli kom með könnu heim úr vinnunni sem var bara svona í afgang. Einhver hafði nú eitthvað kvartað yfir að hún héldi illa heitu svo nú sjáum við til með hana. Hann kom líka með síma sem var akkúrat það sem vantaði líka svo það leystist líka.
Það er farið að styttast í skólafrí hjá strákunum svo það fer að koma sumarfríis fílingur í þá. Við erum nú ekki farin að plana neitt fyrir sumarfríið ennþá en ég er eiginlega ákveðin í að fara til Ástu Bjargar í haust þegar hún flytur í hina íbúðina. Reikna frekar með að það verði bara ég því skólinn verður byrjaður hjá strákunum. Svo erum við svona nokkurnvegin ákveðin í að fara til Íslands um jólin. Þannig að það er eins gott að fara að athuga hvað maður getur gert sniðugt í sumar, ekki seinna vænna. Veit að það verður allavega að koma við í Universal eins og 1 sinni ef ekki oftar. Annað verður bara að koma í ljós.

Wednesday, May 03, 2006

kaffileysi

Þá er kaffikannan alveg búin að gefa upp öndina. Ég var búin að lækna hana 1 sinni en nú vil hún ekki meir. Ekkert annað að gera enn að kaupa nýja og jarða þá gömlu. Hef haft augastað á svona tviskiptri Krups sem gerir venjulegt kaffi og expresso en er ekki alveg viss (er einhver hissa, þetta er ég), þarf greinilega að hugsa þetta vel en nú er tíminn uppurinn og verð að taka ákvörðun í dag. Palli minn lifir nú ekki af marga daga kaffilaus heima og það er svo ansi dýrt að vera á starbucks á hverjum degi. Nú er bara að vafra aðeins og skoða kaffivélar.
Gangan gengur, fór reyndar ekkert í gær, eitthvað vesen í maganum svo það var gott að komast aftur af stað í dag. Gleymi alltaf að taka með mér skrefateljarann. Ætlaði að gera það bara svona að gamni.
Andamamma var í gær með sína 12 unga en í morgun voru þeir bara 10, sorglegt en svona er andalifið.

Monday, May 01, 2006

afmælið búið

Þá er nú 1 afmælið enn liðið an stórtíðinda. Þetta var nú ágætis afslöppunarhelgi. Ekkert varð úr fótboltanum hjá strákunum svo við vorum öll hérna heima í rólegheitum.
Mamma gaf mér Tempur koddann, sem ég er búin að sofa með síðan hún var hér, í afmælisgjöf . Þetta er allt annað með axlirnar og hálsinn. Maður er ekki næstum eins stífur á morgnanna. Var orðið alltaf með hálsríg þegar ég vaknaði. Ég fékk Ipodinn frá strákunum svo nú þarf ég ekki að nappa Alexanders þegar ég fer í gönguna. Mikið þægilegri og 3 sinnum minni enda heitir hann nano, segir sig sjálft að hann er lítill með svoleiðis nafn. Kláraði spilið sem ég fékk frá Ubi svo nú get ég hjálpað hinum spilurunum á foruminu eins og hinir unglingarnir. Frekar stutt en ágætt.