Komin heim.
Lögðum af stað á þriðjudag áleiðis heim. Keyrðum gamla þjóðveginn sem liggur meðfram ströndinni og í gegnum helstu bæji og borgir þar. Þar sem sú leið er seinfarnari ákváðum við að skoða okkur um í rólegheitum og gista svo einhverstaðar á leiðinni. Við fórum í gegnum Pensacola, vorum aðeins búin að skoða þar áður svo við vorum ekkert að eyða of miklum tíma þar. Þegar við komum til Panama City urðum við aðeins að prófa ströndina. Við Mexico flóann, (Gulf of Mexico) er sandurinn á ströndunum töluvert öðruvísi en við eigum að venjast Atlandshafsmegin. Sandurinn er hvítur eins og snjór og svo fínn að það brakar í honum þegar maður labbar á honum. Sjórinn er þarna líka glærgrænn eins og emerald og þessvegna heitir einmitt ein ströndin Emerald beach. Við keyrðum síðan áfram til Apalachicola en þar beygðum við upp til Tallahassee og á I-10 sem er aðalhraðbrautin og fundum hótel í bæ sem heitir Madison. Við lögðum svo af stað aftur um 11 leytið og ákváðum að keyra til Tampa eða St. Petersburg þar sem við ætluðum að finna okkur eitthvað að gera og skoða. Þegar við komum til Clearwater var ströndin of góð til að sleppa við að dífa sér í svo við eyddum dágóðri stund þar. Meira að segja sjórinn er heitari vestanmeginn enda ekki úthaf eins og hjá okkur. Strákarnir léku sér við fuglana, ekki lygi. Fuglarnir voru svo ágengir í einhver síli sem eru þarna að þeim var alveg sama þó það væri fullt af fólki, þeir bara dembdu sér niður svo við gátum næstum tekið í lappirnar á þeim. Við komum heim um klukkan 1 um nótt og allir í sturtu þar sem við höfðum bara farið beina leið af ströndinni og heim. Það var virkilega gott að sofa í sínu eigin rúmi í nótt en hundleiðinlegt að þvo og sortera allann póstinn sem hrugast hafði upp meðan við vorum í burtu. Nú er bara að fá fja.... ac ið til að virka almennilega svo maður svitni ekki út úr rúminu á næturnar. Annars er bara ágætis hitastig hér núna svona um 30 gráðurnar ekkert alltof heitt bara akkurat eins og það á að vera.
Lögðum af stað á þriðjudag áleiðis heim. Keyrðum gamla þjóðveginn sem liggur meðfram ströndinni og í gegnum helstu bæji og borgir þar. Þar sem sú leið er seinfarnari ákváðum við að skoða okkur um í rólegheitum og gista svo einhverstaðar á leiðinni. Við fórum í gegnum Pensacola, vorum aðeins búin að skoða þar áður svo við vorum ekkert að eyða of miklum tíma þar. Þegar við komum til Panama City urðum við aðeins að prófa ströndina. Við Mexico flóann, (Gulf of Mexico) er sandurinn á ströndunum töluvert öðruvísi en við eigum að venjast Atlandshafsmegin. Sandurinn er hvítur eins og snjór og svo fínn að það brakar í honum þegar maður labbar á honum. Sjórinn er þarna líka glærgrænn eins og emerald og þessvegna heitir einmitt ein ströndin Emerald beach. Við keyrðum síðan áfram til Apalachicola en þar beygðum við upp til Tallahassee og á I-10 sem er aðalhraðbrautin og fundum hótel í bæ sem heitir Madison. Við lögðum svo af stað aftur um 11 leytið og ákváðum að keyra til Tampa eða St. Petersburg þar sem við ætluðum að finna okkur eitthvað að gera og skoða. Þegar við komum til Clearwater var ströndin of góð til að sleppa við að dífa sér í svo við eyddum dágóðri stund þar. Meira að segja sjórinn er heitari vestanmeginn enda ekki úthaf eins og hjá okkur. Strákarnir léku sér við fuglana, ekki lygi. Fuglarnir voru svo ágengir í einhver síli sem eru þarna að þeim var alveg sama þó það væri fullt af fólki, þeir bara dembdu sér niður svo við gátum næstum tekið í lappirnar á þeim. Við komum heim um klukkan 1 um nótt og allir í sturtu þar sem við höfðum bara farið beina leið af ströndinni og heim. Það var virkilega gott að sofa í sínu eigin rúmi í nótt en hundleiðinlegt að þvo og sortera allann póstinn sem hrugast hafði upp meðan við vorum í burtu. Nú er bara að fá fja.... ac ið til að virka almennilega svo maður svitni ekki út úr rúminu á næturnar. Annars er bara ágætis hitastig hér núna svona um 30 gráðurnar ekkert alltof heitt bara akkurat eins og það á að vera.
1 comment:
Aldeilis búið að vera ferðalag á ykkur! Hér er sumar í augnablikinu, hiti um 30° Vorum að koma heim úr helgarsiglingunni, þokkalega bökuð ;)
Kær kveðja,
Guðrún í Suðursólarborg
Ps.
Regína fór til Feneyja í gær með alla fjölskylduna. Þau verða þar í 2 vikur.
Post a Comment