Wednesday, July 05, 2006

4. júlí flugeldar

Jæja loksins sást í einhverja flugelda hér í Florida. Eins og þetta var aumt á gamlárskvöld þá var það flott í gær. Fórum með Phil og Libby til vinafólks þeirra sem voru með heilan helling af flugeldum og fullt af fólki. Þeir halda þó allavega almennilega upp á þjóðhátíðardaginn ammrikanar. Palli kom heim á mánudagskvöld og fer í dag aftur til Mobile. Segist koma aftur á þriðjudag, við sjáum það þegar það gerist lol. Ég og strákarnir ætlum að skella okkur á bátanámskeið svo við vitum nú eitthvað um slíkt ef okkur skildi detta í hug að fara að sigla eitthvað. Erum búin að vera að spá í það síðan við komum en ekkert farið enn. Saumaskapurinn er loksins farin í gang aftur eftir ferðalagið. Það var bara allt of heitt í herberginu þar sem acið virkaði ekki almennilega. Það er orðið betra núna sem betur fer, hætt að frjósa í tækinu. Hér er búið að vera frekar leiðinlegt veður, rigning svona annað slagið svo ekki fer maður á ströndina í svoleiðis. Vona að það fari að sjást almennilega í sól.

1 comment:

Guðrún Þ. said...

Smá sólskinskveðja úr bongóblíðunni í DK :) Ingunn kominn til NY. Allt gengur vel.
Hljóp fram hjá húsinu ykkar í morgunn. voða fínt :)
Knús