Monday, June 19, 2006

Enn á ferðinni


Jæja þá erum við búin að skoða aðeins meira. Fórum smá sveitarúnt og ætluðum aðalega að fá okkkur ís einhverstaðar en enduðum í Mississippi án þess að fá ís. Fórum síðan á sunnudag í gamalt virki sem er á eyju sem heitir Dauphin Island. Klukkan orðin það margt að við gátum ekki skoðað Sea lab eða The Estuarium eins og það heitir (það þýðir frá latínu “freshwater from inland is mixed with saltwater from the sea”). Við strákarnir fórum svo þangað í dag og skoðuðum alla fiskana, krabbana og fleiri vatns og sjávardýr, sáum því miður enga höfrunga í dag, trúlega of mikill sjógangur. Við ætlum að fara öll til Louisiana á morgun þar sem Palli er að fara á fund þar. Við getum vonandi fundið eitthvað að skoða þar annað en skemmdir eftir Katrinu.

1 comment:

Guðrún í Sönderborg said...

Hæ hæ! Örugglega nóg að skoða í Ammríku annað en skemmtir eftir tornandoa ;) Gangi ykkur vel að finna það :) Annars er allt þokkalegt að frétta. Nóg að gera heima við svo það er lítið um rannsóknarleiðangara á nýjar slóðir í augnablikinu...
Hafðu það gott mín kæra!