Erum búin að fara og skoða herskipið USS Alabama og kafbátinn USS Drum. Tók alveg marga tíma að skoða þetta allt, fullt af herbílum og flugvélum líka. Keyrðum aðeins um í gær, meðal annars framhjá Bayou La Batre og út að ströndinni þarsem ennþá eru bátar og skip upp á landi síðan Katrina fór yfir. Það er ennþá á mörgum stöðum allt lokað og í rúst, og fullt af hálfónýtum húsum og fólk býr í hjólhýsum sem FEMA skaffaði þeim í fyrra til að búa í til bráðabyrgða.
Ætlum að skoða meira hér, Er til dæmis ekki ennþá búin að finna góða quiltbúð ennþá (strákunum til mikillar gleði) og líka eftir að finna sundland.
1 comment:
Hæ hæ! Gangi ykkur vel á ferðalaginu :) Greinilega langt í land líf færist í fyrrahorf á þessu svæði...
Post a Comment