Sunday, June 11, 2006

Mobile ennþá

Mobile hefur greinilega líka fengið skell á sig og mikið ennþá af byrgðum gluggum og lokuðum stöðum. Hér er fullt af fallegum húsum í þessum skemmtilega suðurríkjastíl en líka mikill sveitabragur einhvernveginn á öllu að mér finnst. Mobile er samt alveg þokkalega stór borg.

Erum búin að fara og skoða herskipið USS Alabama og kafbátinn USS Drum. Tók alveg marga tíma að skoða þetta allt, fullt af herbílum og flugvélum líka. Keyrðum aðeins um í gær, meðal annars framhjá Bayou La Batre og út að ströndinni þarsem ennþá eru bátar og skip upp á landi síðan Katrina fór yfir. Það er ennþá á mörgum stöðum allt lokað og í rúst, og fullt af hálfónýtum húsum og fólk býr í hjólhýsum sem FEMA skaffaði þeim í fyrra til að búa í til bráðabyrgða.
Ætlum að skoða meira hér, Er til dæmis ekki ennþá búin að finna góða quiltbúð ennþá (strákunum til mikillar gleði) og líka eftir að finna sundland.

1 comment:

Guðrún said...

Hæ hæ! Gangi ykkur vel á ferðalaginu :) Greinilega langt í land líf færist í fyrrahorf á þessu svæði...