Thursday, June 22, 2006

Dagsferð


Fórum eldsnemma á þriðjudaginn til Louisiana. Palli ætlaði að hitta einhverja kalla í Houma sem er suðvestan við New Orleans svo ég og strákarnir ætluðum að skoða okkur um á meðan. Tekur 2 ½ tíma að keyra héðan til New Orleans svo ca 40 mín í viðbót til Houma. Það var greinilegt þegar við komum að úthverfi New Orleans að mikið hafði gengið á í Katrinu þar sem ennþá eru heilu hverfin í rúst. Ekki hræða á hreyfingu á stóru svæði, bara tóm hús hálfhrunin eða gluggar brotnir og trúlega rakaskemmd, ekki skrýtið þegar maður skoðar mynd tekna meðan flóðið var enn. Þetta er frekar óhuggulegt og ennþá verra þegar við keyrðum heim um kvöldið framhjá sömu húsum sem voru þá eins og draugaborg. Við fengum okkur að borða þegar við komum til Houma þar sem Palli var búin að mæla sér mót við manninn kl. 1. Við strákarnir keyrðum svo semleið lá til New Orleans og skoðuðum landið og vatnið sem heitir því skrýtna nafni Lake Pontchartrain, getur einhver borið það fram með góðu móti J. Brúin yfir það er örugglega lengsta fasta brú í heimi, held ég en hún er 24 mílur á lengt, yfir mitt vatnið. Á miðri brú er ekki hægt að sjá land í báðar áttir.
Gátum nú ekki gert mikið af viti þar sem Palli var fljótur að rippa þessum fundi af svo við þurftum að sækja hann aftur til Houma. Fórum svo öll til New Orleans og skoðuðum miðbæinn sem er merkilega heill miðað við úthverfið og löbbuðum aðeins um franska hverfið og fengum okkur síðan að borða þar. Þar sem farið var að rökkva var ekki mikið hægt að skoða annað og keyrðum við því til baka til Mobile og vorum komin þangað rétt fyrir miðnætti.

1 comment:

Magnús Axel said...

Gaman að sjá hvað þið eruð dugleg að skoða suðurríkin. Eruð þið ekki að verða búin að kíkja aðeins í þau öll? Ég var annars fenginn til að spila 2 lög í brúðkaupi um daginn og hitti þar óvænt mömmu þína og Gunnar og Grétar. Er sjálfur að fara til Spánar á sunnudag og verð í viku. Bið að heilsa öllum.