Wednesday, April 15, 2009

Vor frí


Í síðustu viku var vor fríið (spring break) hjá strákunum. Þar sem Ásta Björg var hérna þá skelltum við okkur til Sanibel og Clearwater sem er á vestur strönd Florida. Fórum snemma á þriðjudagsmorgni og keyrðum eftir alligator alley þar sem var óvenju mikið af aligators í þetta skiftið og beint til Naples og svo upp með ströndinni til Sanibel. Sanibel er ein af eyjum sem er í eyjaklasa milli Naples og Fort Myers. Það sem er sétstakt við hana er að hún liggur þvert á flóann og koma þessvegna þar á land fullt af flottum kuðungum og skeljum og þegar talað er um hana er sagt að þar sjáist flestir rassar á strönd í Florida því allir standa bognir með rassinn upp að gá að skeljum. Við fundum nokkrar og héldum svo til Sarasota til að gista fyrstu nóttina.



Fórum svo daginn eftir til Clearwater sem er norðan við St. Petersburg og gistum þar seinni nóttina. Sjórinn var of kaldur til að synda að okkar mati svo við héldum okkur við sundlaugina sem var upphituð. Mætti halda að við værum ekki frá Íslandi, eða kanski verður maður svona skræfa þegar maður kemur út fyrir landið, alla vega man ég þegar maður fór í sund í frosti og snjó og hárið á manni fraus þegar maður stakk hausnum upp úr vatninu, núna getur maður varla farið í vatn nema það sé 30 stiga hiti úti. Jæja við notuðum svo daginn eftir til að fara í Big Cat Sanctuary sem er rétt norðan við Tampa og sáum þar ljón, tígrisdýr, bobcats og cougars og nokkra páfugla sem virðast vera allstaðar líka. Keyrðum svo heim um kvöldið til að hvíla okkur fyrir næstu ferð til Bahamas á laugardeginum.

Tuesday, March 10, 2009

Enn að vinna

Stefán Örn náði fyrsta sæti í state keppninni líka svo nú er allt að fyllast af bikurum í herberginu hans. Voða stolt mamma. Nú liggur leiðin til Anaheim, California næst í international keppnina í april.
Annars er loksins farið að sjást í endan á eldhúsaðgerðum. Palli búin að vera duglegur að setja hliðar í skápana, sökkulklæðningu og hillur. Eldhúsið að klárast og ekki seinna vænna eftir rúmt ár. Nú verður bara eitthvað að fara að gerast í baðherberginu okkar og garðinum.
Er búin að vera slæm í bakinu og loksins þegar ég var búin að koma quilt rammanum upp þá bara treysti ég mer ekki til að quilta svo það bíður þangað til ég verð betri í bakinu. 4 teppi bíða svo það er eins gott að halda ser við efnið.
Núna um helgina er Broward Quilt Expo sem er annað hvert ár. Við (Coral Springs Quilters)erum með fallegasta raffle teppið að mínu mati,myndin er bara ekki nógu góð af því. Er allt hand appliquerað, meiri háttar flott. Fer á 2 workshops hjá Karen Combs. Verður örugglega frábær helgi, hlakka allavega til, sauma og skoða efni og saumahluti, kanski kaupa eitthvað "smávegis" hvernig getur það verið annað en gaman.

Friday, February 20, 2009

Sama, sama

Ennþá er að koma kuldakast, reyndar ekki eins kalt og síðast, engar flíspeysur í þetta skiftið. Hér er allt við sama heygarðshornið eins og fólk sagði í den. Strákarnir í skólanum og ég að sauma, ef ég kem mér þá til þess. Nýja rúmið mitt komið allt loksins og er að reyna að venjast því að sofa á svona tempur dýnu. Besta er auðvitað að geta hækkað og lækkað rúmið og lesið, saknaði þess að geta ekki lesið áður en ég fór að sofa, en fékk verk í hálsinn og axlirnar þegar ég staflaði 10 púðum til að lifta hausnum. Nú er þetta bara 1 takki til að ýta á og wrúm bakið upp, lúxus. Gott að geta lift fótunum líka þegar maður er mikið bólgin og þreyttur í þeim.

Thursday, February 05, 2009

Kuldakastið mikla

Þetta er nú meira kuldakastið sem fer hér yfir. Það er svo kalt að maður getur varla bloggað eða saumað og þá er nú mikið sagt. Náði nú samt að setja saman blokkir í 1 teppi, bara eftir að setja það saman og quilta. Við SÖH vorum á DECA fundi í kvöld þar sem rætt var um state keppnina í Orlando. Vona að hann verði duglegur og komist til Californíu í maí.

Thursday, January 22, 2009

Vinningshafinn


Stefán Örn númer 1. Nú er hann með 4 bikara, stolt af honum. Alexander gengur líka vel að spila á keyboard og finnst það greinilega gaman, vildi að honum findist hin heimavinnan líka svona gaman. Palli komin heim til sín aftur og vonandi getur þessi green card umsókn farið inn núna þegar allir eru heima og allir pappírar komnir.
Þrífóturinn og flashið mitt komið svo nú ætti maður að fara að geta tekið meira af myndum og vonandi eitthvað betra líka. Síðasta syrpa frá Íslandi var hálfgert crap, alltaf þoka og dimmt, svo nú er eins gott að æfa sig fyrir næstu ferð.

Thursday, January 15, 2009


Bah humbug, vissi að Palli yrði ekki lengi í sveitinni. Hann náði ekki að gera örlítið brot af því sem hann ætlaði áður en hann var horfin út í heim, typical. Jæja við plummum okkur 3 hérna samt sem áður. Strákarnir eru í prófum núna og greinilega skemmtilegra að leika sér úti en læra. En það er nú hollt að vera úti líka svo ekki fer ég að reka þá inn. Stefán Örn hvort sem er með A í öllu og hinn veit ekkert hvað hann á að læra, kannast einhver við svoleiðis svör þegar maður spyr um heimavinnu, lol. Ég sit og bíð eftir myndavélaþrífóttnum svo ég geti æft mig. Er ennþá algjör klaufi að stilla en það kemur með æfingunni. Pantaði flash líka svo innimyndirnar ættu að verða betri við það. Er búin að taka til í saumaherberginu svo nú get ég verið þar án þess að fá ógeð, hvernig sem það er nú hægt innan um allt þetta efni og saumavélar.
Nú vantar bara kisu þá held ég að lífið væri bara ekki svo slæmt, verð að fara að kíkja á þær, hvort það bíði ekki ein eftir mér. Langar í Main Coon en kanski er það of stór kisa fyrir mig, verð að geta haldið á henni svo maður geti nú knúsað hana svolítið.:-o

Monday, January 12, 2009


Komin heim aftur og bara í þokkalegu fótaformi. Strákarnir byrjaðir í skólanum og Palli í vinnunni og ég að ganga frá fötunum sem við tókum með okkur og þrífa kongolærnar sem eru búnar að koma sér fyrir í hverju skoti hérna. Bara svona leiðindaverk framundan áður en maður getur með góðri samvisku byrjað á þessu skemmtilega.