Tuesday, March 10, 2009

Enn að vinna

Stefán Örn náði fyrsta sæti í state keppninni líka svo nú er allt að fyllast af bikurum í herberginu hans. Voða stolt mamma. Nú liggur leiðin til Anaheim, California næst í international keppnina í april.
Annars er loksins farið að sjást í endan á eldhúsaðgerðum. Palli búin að vera duglegur að setja hliðar í skápana, sökkulklæðningu og hillur. Eldhúsið að klárast og ekki seinna vænna eftir rúmt ár. Nú verður bara eitthvað að fara að gerast í baðherberginu okkar og garðinum.
Er búin að vera slæm í bakinu og loksins þegar ég var búin að koma quilt rammanum upp þá bara treysti ég mer ekki til að quilta svo það bíður þangað til ég verð betri í bakinu. 4 teppi bíða svo það er eins gott að halda ser við efnið.
Núna um helgina er Broward Quilt Expo sem er annað hvert ár. Við (Coral Springs Quilters)erum með fallegasta raffle teppið að mínu mati,myndin er bara ekki nógu góð af því. Er allt hand appliquerað, meiri háttar flott. Fer á 2 workshops hjá Karen Combs. Verður örugglega frábær helgi, hlakka allavega til, sauma og skoða efni og saumahluti, kanski kaupa eitthvað "smávegis" hvernig getur það verið annað en gaman.

1 comment:

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið.
Er hér á Ísl. Búið að vera gaman en erfitt. Ekki komin í form enn...
Knús