Friday, February 20, 2009

Sama, sama

Ennþá er að koma kuldakast, reyndar ekki eins kalt og síðast, engar flíspeysur í þetta skiftið. Hér er allt við sama heygarðshornið eins og fólk sagði í den. Strákarnir í skólanum og ég að sauma, ef ég kem mér þá til þess. Nýja rúmið mitt komið allt loksins og er að reyna að venjast því að sofa á svona tempur dýnu. Besta er auðvitað að geta hækkað og lækkað rúmið og lesið, saknaði þess að geta ekki lesið áður en ég fór að sofa, en fékk verk í hálsinn og axlirnar þegar ég staflaði 10 púðum til að lifta hausnum. Nú er þetta bara 1 takki til að ýta á og wrúm bakið upp, lúxus. Gott að geta lift fótunum líka þegar maður er mikið bólgin og þreyttur í þeim.

1 comment:

Anonymous said...

Hellú mín kæra!!!
Gara farin að blogga aftur og ég löngu hætt að vona. Veit ekki afhverju ég datt hér inn í kvöld?
frábær árangur hjá Stefáni. Til hamingju með það aftur.
Hvernig myndavél ertu með?
Ég er með Canon EOS 450D kann allt of lítið á hana.
Er að fara til Íslands þann 20/3. Verður þú þar? Maður veit ekki nema að spyrja ;)
Knús til þín.