Thursday, January 15, 2009


Bah humbug, vissi að Palli yrði ekki lengi í sveitinni. Hann náði ekki að gera örlítið brot af því sem hann ætlaði áður en hann var horfin út í heim, typical. Jæja við plummum okkur 3 hérna samt sem áður. Strákarnir eru í prófum núna og greinilega skemmtilegra að leika sér úti en læra. En það er nú hollt að vera úti líka svo ekki fer ég að reka þá inn. Stefán Örn hvort sem er með A í öllu og hinn veit ekkert hvað hann á að læra, kannast einhver við svoleiðis svör þegar maður spyr um heimavinnu, lol. Ég sit og bíð eftir myndavélaþrífóttnum svo ég geti æft mig. Er ennþá algjör klaufi að stilla en það kemur með æfingunni. Pantaði flash líka svo innimyndirnar ættu að verða betri við það. Er búin að taka til í saumaherberginu svo nú get ég verið þar án þess að fá ógeð, hvernig sem það er nú hægt innan um allt þetta efni og saumavélar.
Nú vantar bara kisu þá held ég að lífið væri bara ekki svo slæmt, verð að fara að kíkja á þær, hvort það bíði ekki ein eftir mér. Langar í Main Coon en kanski er það of stór kisa fyrir mig, verð að geta haldið á henni svo maður geti nú knúsað hana svolítið.:-o

No comments: