Tuesday, February 13, 2007

já já leti og ...

Ok veit að það er alveg orðið skammarlega langt síðan ég skrifaði síðast, en svona er þetta bara. svona er þetta bara.
Við fórum semsagt familien til Íslands um hátíðarnar og var það virkilega góð ferð. Gaman að sjá alla stórfjölskylduna, og öll nýju börnin. Veðrið var líka alveg þokkalegt meðan við vorum, fengum að sjá smá snjó sem var nú allt í lagi meðan það var ekki meira en þetta. Öll komumst við svo klakklaust heim aftur og allt komið í fastar skorður aftur.
Ásta Björg komin á fullt aftur í skólanum í Scotlandi og strákarnir hér. Strákarnir loksins farnir að eignast einhverja vini hérna, sem betur fer. Alexander farið að ganga líka betur í heimavinnunni þó það sé erfitt að fá hann til að sitja kyrran við það. Stefán Örn gengur líka vel í skólanum. Kom með bikar heim þar sem hann er með í fylkismóti sem DECA http://www.fldeca.org/con_scdc.htm heldur í Orlando í mars. Það verður vonandi gaman fyrir hann. Er að reyna að koma myndum á myndasíðuna frá Íslandsferðinni og eitthvað fleira kanski.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ, kæra vinkona!
Maður er bara hættur að fara hér inn en þar sem ég sit hér í leiðindum mínum, veik á Íslandi ( eina ferðina enn ) þá rambaði ég hér inn :) Vertu nú dugleg að leyfa okkur að fylgjast með ykkur. Alveg nóg að þið séuð svona langt í burtu...
Knús,
Guðrún