Tuesday, October 10, 2006

þyrfti að hafa sjálfvirka skrifvél

Veit það. Agaleg ‘’pennaleti’’ hérna, eins og ég sagði við Ástu Björg er ég illa haldin af CCF svo þessvegna er ekki mikið pikkað þessa dagana.
Hér er annars alltaf það sama að frétta, strákarnir í skólanum og ég að klebera úr leiðindum hérna heima. Við drifum okkur annars i bíó á sunnudaginn svona til að komast út úr húsinu. Sáum Open Season, teiknimyndina, alveg hægt að hlægja að henni. Alexander farin að bíða eftir afmælisdeginum enda farið að styttast. Alltaf sama vandamálið með hvað á að gefa börnunum. Alveg með grænar af þessu tölvudóti og spilum sem alltaf er efst á óskalistanum.
Helstu fréttir eru að ég er loksins búin að vesla farmiðana til Íslands um jólin, þorði ekki að bíða lengur með það, hætta á að allt verði uppselt um jólin.

4 comments:

Guðrún Þorleifs said...

Hæ hæ!
Ekki gott að þú sért að klebera úr leiðindum! Væri nú gott að hafa þig nær, verð nú bara að segja það. Maður hittir ekki marga...
Frábært hjá ykkur að skella ykkur til Íslands um jólinn, við verðum heima í ár því Billi á að verja lokaverkefnið 21/12 og því er útskrift 22/12. Gefur ekki pláss fyrir ferðalög að sinni :) Væri samt alveg til í Kanarý um jólin.

Anonymous said...

Hæ hæ öll sömul loksins tókst mér að muna slóðina á síðuna ykkar :) ætlaði að þakka kærlega fyrir litlu Karítas, ótrúlega krúttalegur kjóll takk innilega elsku frænka og frændur, snuðin koma sér líka vel alltaf gott að hafa nóg af þeim enda eru þau alltaf að týnast. Litla skvísan er annars ný byrjuð að kunna að meta snudduna, var alveg sátt við að smjatta á´þumlinum eða bara allri hendinni þangað til núna. Annars er hún bara voð góð og vær og er farin að sofa alveg alla nóttina sem er voða gott.

hlökkum voða til að sjá ykkur um jólin

kv Bidda og Karítas

Guðrún said...

Á ekkert að blogga? Er hér á Íslandi til 18/11.
Knús

Guðrún Þ. said...

Hæ hæ og gleðilegt ár!
Er hér á Íslandi í stuttri heimsókn sem aðeins lengdist...
Ertu alveg hætt að blogga kelli mín?
Knús og kærar kveðjur