Friday, September 22, 2006

lítil stúlka fædd, en gaman


Já hún Bidda eignaðist stelpu 12. september, sem betur fer ekki 11. Gekk illa og seint en dafna báðar vel núna .
Annars allt gott að frétta héðan, meira að segja veðrið bara þokkalegt, sundfært.
Loksins búið að fata AKH upp líka, hann var smá abbó út í SÖH sem fékk fullt af fötum. Var greinilega orðin nauðsyn því hann komst ekki orðið í neinar buxur, allar of litlar, er farin að nota sömu stærð og Stefán Örn. Var að hugsa um að setja upp svona gullkorna síðu, þeir eru alltaf að segja eitthvað svona skemmtilegt, stundum kanski út af málaruglingi. Eins og í fyrradag þegar við Alexander fórum í fataleiðangurinn og á leiðinni heim var ég eitthvaðað tala um að þeir bræður væru að verða í sömu stærð, og hvort hann væri ekki ánægður með að vera að stækka. Þá segir Alexander'' nei, það er bara af því að Stefán Örn er svo þunnur, þessvegna erum við í sömu stærð''. Greinilega verið að hugsa um enska orðið thin sem er grannur og bara þýtt beint yfir. Gaman að þessu

4 comments:

Anonymous said...

Já hún er alveg ótrúlega sæt hún stúlka Dagsdóttir. Já það er ekki skrýtið að strákarnir verði ringlaðir svons íslensk-dansk-bandarískir. Það eiga víst ekki að komast nema tvö virk tungumál fyrir í heilanum í einu. Gaman að kíkja á síðuna hjá þér. Kær kveðja frá Bergþórugötu
Eva og co.

Anonymous said...

Til hamingju með litlu frænku.
vona ða þið hafið það sem best.
Kær kveðja úr Sönderborg, þar sem enn er frábært veður :)
Knús,
Guðrún

Anonymous said...

Hæ elsku Alda þakka þér innilega fyrir afmælisgjafirnar, Pála var þvílík pæja í peysunni með legghlífarnar, what a feeling, mikil footloose stemmning í þeim. Og svaka töffara gallabuxur. Þúsund þakkir. Þín Eva Hrönn

Anonymous said...

Hæ hæ!
Hvað er að frétta???
Er búið að kaupa á bát???
Hér er legið á netinu, spáð og látið sig dreyma :)
Fer til Íslanda á föstudaginn :)