Jæja komin tími á að skrifa eitthvað þó að það sé nú ekkert sérstakt svosem að skrifa um.
Ásta Björg farin heim aftur, sakna hennar alveg um leið. Hún segist vera búin að mála nýja herbergið sitt og vonandi komin með rafmagn núna og búin að koma sér fyrir. Strákarnir á fullu í skólanum og SÖH duglegur að vakna ca kl 6.30 á morgnana og hjóla í skólann. Semsagt allt í föstum skorðum.
Ég eignaðist gamla saumavél um daginn, vildi að ég hefði gömlu saumavélina hennar mömmu hérna líka, langar eiginlega í fleiri, er þetta della eða hvað??? :-Þ
Jæja en er semsagt að gera upp þessa gömlu vél, þvo og smyrja og setja saman, bara nokkuð gaman. Er aðeins að sauma líka, auðvitað, og reyni að setja myndir af þessu öllu við tækifæri.
Fór í mammo í gær en varð að fresta bakmyndatökunni þar sem AKH var veikur í skólanum svo ég varð að sækja hann, ekkert alvarlegt samt. Verst að hafa ekki gömlu b...myndirnar til að bera saman. Nú verð ég að fara í ultrasound líka til að vera viss um að allt sé í lagi.
Datt í hug þegar ég var í myndatökunni í gær og konugreyið var að kremja á mér brjóstin að þetta væri ekki svona vont ef karlmenn væru með brjóst. Getið þið ekki ímyndað ykkur ef að karlmaður þyrfti að setja punginn á sér í svona klemmu að það væri búið að uppfinna eitthvað betra tæki fyrir þetta, ha, ha ég spyr. Verið vissar um það.
Ásta Björg farin heim aftur, sakna hennar alveg um leið. Hún segist vera búin að mála nýja herbergið sitt og vonandi komin með rafmagn núna og búin að koma sér fyrir. Strákarnir á fullu í skólanum og SÖH duglegur að vakna ca kl 6.30 á morgnana og hjóla í skólann. Semsagt allt í föstum skorðum.
Ég eignaðist gamla saumavél um daginn, vildi að ég hefði gömlu saumavélina hennar mömmu hérna líka, langar eiginlega í fleiri, er þetta della eða hvað??? :-Þ
Jæja en er semsagt að gera upp þessa gömlu vél, þvo og smyrja og setja saman, bara nokkuð gaman. Er aðeins að sauma líka, auðvitað, og reyni að setja myndir af þessu öllu við tækifæri.
Fór í mammo í gær en varð að fresta bakmyndatökunni þar sem AKH var veikur í skólanum svo ég varð að sækja hann, ekkert alvarlegt samt. Verst að hafa ekki gömlu b...myndirnar til að bera saman. Nú verð ég að fara í ultrasound líka til að vera viss um að allt sé í lagi.
Datt í hug þegar ég var í myndatökunni í gær og konugreyið var að kremja á mér brjóstin að þetta væri ekki svona vont ef karlmenn væru með brjóst. Getið þið ekki ímyndað ykkur ef að karlmaður þyrfti að setja punginn á sér í svona klemmu að það væri búið að uppfinna eitthvað betra tæki fyrir þetta, ha, ha ég spyr. Verið vissar um það.
2 comments:
Hæ hæ! Til hamingju með bátaprófið! vonandi getið þið nú farið að fá ykkur bát :) Var á bátasýningu í Kolding um daginn. Það var nóg af skútunum þar. Vonandi eru bátar ódýrari hjá ykkur en hér... Alger klikkun.
Knús úr góða veðrinu í Sönderborg :)
Til hamingju með prófið! Mér finnst þetta frábært hjá þér.
Svo satt þetta með punginn ;)
Kveðja, Eva Ólafs~
Post a Comment