Wednesday, August 30, 2006

rok, rok, rok

Þá fer fríið hennar Ástu Bjargar að taka enda. Það er búið að vera gott að hafa hana hér og hún búin að versla alveg heilan helling. Hún er þó búin að ná að fá smá lit á sig núna ekki eins og síðast þegar sólin var í fríi. Reikna með að við keyrum til Orlando á laugardag og gistum þar, flugið hennar er á sunnudagskvöld.
Strákarnir eru búnir að vera í fríi í skólanum í gær og í dag vegna TS Ernesto, sem er svo ekkert nema smá rok sem betur fer. Palli kom fyrr heim í gær til að setja allt laust í bílskúrinn en við Ásta Björg fórum í ´´Kringluna´´. Já ég get svarið fyrir að við skelltum okkur í mallið og þetta er sú besta búðaferð sem ég hef farið í. Það vara svo fátt fólk að það lá við að það væri tómt, það voru þó nokkrar hræður í innkaupaleiðangri sem hafa greinilega hugsað eins og við. Engin troðningur og engin hávaði, semsagt drauma búðarferðin.
Við reynum að halda okkur samt inni við í dag meðan restin af rokinu fer yfir.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ! Vona að þið getið notið síðustu daganna saman áður en Ásta Björg fer. Vona að rokið trufli ekki það :)
knús