Friday, August 11, 2006

ekki alveg dauð

Þá er þetta legudæmi komið á aðra viku og ekki orðin nógu góð ennþá. Fékk semsagt svona líka í bakið að ég hef mig ekki hrært í heila viku, nema til að fara til læknisins og fá smá dóp til að geta verið til. Fannst ég nú ekki vera að gera neitt alvarlegt, saga eina litla grein úti í garði með Palla, sem betur fer var hann heima því það ætlaði nú bara að líða yfir mig af sársauka svo hann varð að styðja mig inn. Er búin að vera síðan á sterkum lyfjum og hitapoka, liggja eins og skata, frekar boring og finnst ég vera að fá legusár af þessu. Ásta Björg er að koma á morgun og ætlar að vera 3 vikur og vonandi verð ég ekki svona allann tíman. Frekar leiðinlegt fyrir okkur. En semsagt vona að þetta fari að lagast allavega þannig að ég geti gert eitthvað skemmtilegt með henni.

1 comment:

Guðrún Þ. said...

Gangi þér vel að batna í bakinu Alda mín og vonadi nærðu að njóta þess vel að hafa Ástu Björgu hjá þér.