Ásta Björg mætt á svæðið og veðrið bara gott, vona að það haldist allavega meðan hún er hér. Við keyrðum á laugardag til að ná í hana til Orlando. Það var smá hætta á að flugið væri seinkað þar sem allt flug er svona frekar seint núna. Var búin að segja henni að vera bara með það nauðsynlegasta í plastpoka í flugið þar sem ekki mátti hafa neitt með sér í flugvélina nema peningaveski, skilríki og miðann. Eins og við vorum sammála um að núna er líklega öruggasti tíminn til að fljúga milli landa. Jæja en hún kom aðeins seinna en áætlað með plastpokann J
Við vorum búin að panta hótel í Orlando þar sem bakveika konan treysti sér ekki í aðra bílferð sama daginn og krakkarnir ætluðu að koma við í Universal. Þar sem Sanford er ekki alveg í miðborginni, er reyndar lítill bær norðan við Orlando, þá var ákveðið að fara bara á hótelið og borða snemma slappa af og fara á sunnudeginum í Universal. Ég var nú bara merkilega liðug í bakinu eftir ferðina og hótelið á sunnudeginum, þó ég treysti mér nú ekki til að fara í neitt tæki, of mikið hopp og hoss. Við vorum fram eftir degi í garðinum og um 5 leytið var stefnan tekin á Miami. Það var nú gott að komast í sitt eigið þó ég verði nú að segja að ég er ekki viss um að nýlega dýnan mín sé nógu góð fyrir bakveikt fólk.
Strákarnir byrjuðu svo í skólanum í gær, Stefán Örn í High school og Alexander áfram í sínum middle. Stefán Örn hjólaði og þetta er ágætis hjólatúr á morgnanna fyrir hann en bara ein stór gata að fara yfir annars stígur alla leiðina. Hann þarf núna að vera komin í skólann fyrir 7.40, svolítið annað en í fyrra þar sem þeir byrjuðu klukkan 9. Alexander er ennþá kl 9 svo hann fær að sofa aðeins lengur en bróðir sinn, voða feginn því. Þeir komu heim í gær með tonn af pappír sem þurfti að útfylla svo ég sat í lengri tíma og las og fyllti út blöð. Stefán Örn fékk öll valfögin sín og þar á meðal financial computer (lauslega þýtt: fjármála tölfræði) sem er hluti af Academy of Finance. Þar sem hann fékk það fag þá verður hann að vera í DECA klúbbnum og þar verða menn að mæta í sparibuxum, skyrtu og með bindi svo nú verðum við að fara að versla fín föt á minn mann. Alexander hitti alla strákana aftur frá í fyrra, voða glaður og ég vona að hann fái nú einhverja góða vini til að vera með eftir skóla.
Við vorum búin að panta hótel í Orlando þar sem bakveika konan treysti sér ekki í aðra bílferð sama daginn og krakkarnir ætluðu að koma við í Universal. Þar sem Sanford er ekki alveg í miðborginni, er reyndar lítill bær norðan við Orlando, þá var ákveðið að fara bara á hótelið og borða snemma slappa af og fara á sunnudeginum í Universal. Ég var nú bara merkilega liðug í bakinu eftir ferðina og hótelið á sunnudeginum, þó ég treysti mér nú ekki til að fara í neitt tæki, of mikið hopp og hoss. Við vorum fram eftir degi í garðinum og um 5 leytið var stefnan tekin á Miami. Það var nú gott að komast í sitt eigið þó ég verði nú að segja að ég er ekki viss um að nýlega dýnan mín sé nógu góð fyrir bakveikt fólk.
Strákarnir byrjuðu svo í skólanum í gær, Stefán Örn í High school og Alexander áfram í sínum middle. Stefán Örn hjólaði og þetta er ágætis hjólatúr á morgnanna fyrir hann en bara ein stór gata að fara yfir annars stígur alla leiðina. Hann þarf núna að vera komin í skólann fyrir 7.40, svolítið annað en í fyrra þar sem þeir byrjuðu klukkan 9. Alexander er ennþá kl 9 svo hann fær að sofa aðeins lengur en bróðir sinn, voða feginn því. Þeir komu heim í gær með tonn af pappír sem þurfti að útfylla svo ég sat í lengri tíma og las og fyllti út blöð. Stefán Örn fékk öll valfögin sín og þar á meðal financial computer (lauslega þýtt: fjármála tölfræði) sem er hluti af Academy of Finance. Þar sem hann fékk það fag þá verður hann að vera í DECA klúbbnum og þar verða menn að mæta í sparibuxum, skyrtu og með bindi svo nú verðum við að fara að versla fín föt á minn mann. Alexander hitti alla strákana aftur frá í fyrra, voða glaður og ég vona að hann fái nú einhverja góða vini til að vera með eftir skóla.
1 comment:
Smá kvitt :) Vona að þið hafið það gott!
Post a Comment