Lögðum af stað á þriðjudag áleiðis heim. Keyrðum gamla þjóðveginn sem liggur meðfram ströndinni og í gegnum helstu bæji og borgir þar. Þar sem sú leið er seinfarnari ákváðum við að skoða okkur um í rólegheitum og gista svo einhverstaðar á leiðinni. Við fórum í gegnum Pensacola, vorum aðeins búin að skoða þar áður svo við vorum ekkert að eyða of miklum tíma þar. Þegar við komum til Panama City urðum við aðeins að prófa ströndina. Við Mexico flóann, (Gulf of Mexico) er sandurinn á ströndunum töluvert öðruvísi en við eigum að venjast Atlandshafsmegin. Sandurinn er hvítur eins og snjór og svo fínn að það brakar í honum þegar maður labbar á honum. Sjórinn er þarna líka glærgrænn eins og emerald og þessvegna heitir einmitt ein ströndin Emerald beach. Við keyrðum síðan áfram til Apalachicola en þar beygðum við upp til Tallahassee og á I-10 sem er aðalhraðbrautin og fundum hótel í bæ sem heitir Madison. Við lögðum svo af stað aftur um 11 leytið og ákváðum að keyra til Tampa eða St. Petersburg þar sem við ætluðum að finna okkur eitthvað að gera og skoða. Þegar við komum til Clearwater var ströndin of góð til að sleppa við að dífa sér í svo við eyddum dágóðri stund þar. Meira að segja sjórinn er heitari vestanmeginn enda ekki úthaf eins og hjá okkur. Strákarnir léku sér við fuglana, ekki lygi. Fuglarnir voru svo ágengir í einhver síli sem eru þarna að þeim var alveg sama þó það væri fullt af fólki, þeir bara dembdu sér niður svo við gátum næstum tekið í lappirnar á þeim. Við komum heim um klukkan 1 um nótt og allir í sturtu þar sem við höfðum bara farið beina leið af ströndinni og heim. Það var virkilega gott að sofa í sínu eigin rúmi í nótt en hundleiðinlegt að þvo og sortera allann póstinn sem hrugast hafði upp meðan við vorum í burtu. Nú er bara að fá fja.... ac ið til að virka almennilega svo maður svitni ekki út úr rúminu á næturnar. Annars er bara ágætis hitastig hér núna svona um 30 gráðurnar ekkert alltof heitt bara akkurat eins og það á að vera.
Life should NOT be a journey to the grave with the intention of arriving safely in an attractive and well preserved body, but rather to skid in sideways, chocolate in one hand, wine in the other, body thoroughly used up, totally worn out and screaming... Damn, What a ride!!
Thursday, June 29, 2006
Komin heim í heiðardalinn.......
Lögðum af stað á þriðjudag áleiðis heim. Keyrðum gamla þjóðveginn sem liggur meðfram ströndinni og í gegnum helstu bæji og borgir þar. Þar sem sú leið er seinfarnari ákváðum við að skoða okkur um í rólegheitum og gista svo einhverstaðar á leiðinni. Við fórum í gegnum Pensacola, vorum aðeins búin að skoða þar áður svo við vorum ekkert að eyða of miklum tíma þar. Þegar við komum til Panama City urðum við aðeins að prófa ströndina. Við Mexico flóann, (Gulf of Mexico) er sandurinn á ströndunum töluvert öðruvísi en við eigum að venjast Atlandshafsmegin. Sandurinn er hvítur eins og snjór og svo fínn að það brakar í honum þegar maður labbar á honum. Sjórinn er þarna líka glærgrænn eins og emerald og þessvegna heitir einmitt ein ströndin Emerald beach. Við keyrðum síðan áfram til Apalachicola en þar beygðum við upp til Tallahassee og á I-10 sem er aðalhraðbrautin og fundum hótel í bæ sem heitir Madison. Við lögðum svo af stað aftur um 11 leytið og ákváðum að keyra til Tampa eða St. Petersburg þar sem við ætluðum að finna okkur eitthvað að gera og skoða. Þegar við komum til Clearwater var ströndin of góð til að sleppa við að dífa sér í svo við eyddum dágóðri stund þar. Meira að segja sjórinn er heitari vestanmeginn enda ekki úthaf eins og hjá okkur. Strákarnir léku sér við fuglana, ekki lygi. Fuglarnir voru svo ágengir í einhver síli sem eru þarna að þeim var alveg sama þó það væri fullt af fólki, þeir bara dembdu sér niður svo við gátum næstum tekið í lappirnar á þeim. Við komum heim um klukkan 1 um nótt og allir í sturtu þar sem við höfðum bara farið beina leið af ströndinni og heim. Það var virkilega gott að sofa í sínu eigin rúmi í nótt en hundleiðinlegt að þvo og sortera allann póstinn sem hrugast hafði upp meðan við vorum í burtu. Nú er bara að fá fja.... ac ið til að virka almennilega svo maður svitni ekki út úr rúminu á næturnar. Annars er bara ágætis hitastig hér núna svona um 30 gráðurnar ekkert alltof heitt bara akkurat eins og það á að vera.
Thursday, June 22, 2006
Dagsferð
Fórum eldsnemma á þriðjudaginn til Louisiana. Palli ætlaði að hitta einhverja kalla í Houma sem er suðvestan við New Orleans svo ég og strákarnir ætluðum að skoða okkur um á meðan. Tekur 2 ½ tíma að keyra héðan til New Orleans svo ca 40 mín í viðbót til Houma. Það var greinilegt þegar við komum að úthverfi New Orleans að mikið hafði gengið á í Katrinu þar sem ennþá eru heilu hverfin í rúst. Ekki hræða á hreyfingu á stóru svæði, bara tóm hús hálfhrunin eða gluggar brotnir og trúlega rakaskemmd, ekki skrýtið þegar maður skoðar mynd tekna meðan flóðið var enn. Þetta er frekar óhuggulegt og ennþá verra þegar við keyrðum heim um kvöldið framhjá sömu húsum sem voru þá eins og draugaborg. Við fengum okkur að borða þegar við komum til Houma þar sem Palli var búin að mæla sér mót við manninn kl. 1. Við strákarnir keyrðum svo semleið lá til New Orleans og skoðuðum landið og vatnið sem heitir því skrýtna nafni Lake Pontchartrain, getur einhver borið það fram með góðu móti J. Brúin yfir það er örugglega lengsta fasta brú í heimi, held ég en hún er 24 mílur á lengt, yfir mitt vatnið. Á miðri brú er ekki hægt að sjá land í báðar áttir.
Gátum nú ekki gert mikið af viti þar sem Palli var fljótur að rippa þessum fundi af svo við þurftum að sækja hann aftur til Houma. Fórum svo öll til New Orleans og skoðuðum miðbæinn sem er merkilega heill miðað við úthverfið og löbbuðum aðeins um franska hverfið og fengum okkur síðan að borða þar. Þar sem farið var að rökkva var ekki mikið hægt að skoða annað og keyrðum við því til baka til Mobile og vorum komin þangað rétt fyrir miðnætti.
Monday, June 19, 2006
Enn á ferðinni
Jæja þá erum við búin að skoða aðeins meira. Fórum smá sveitarúnt og ætluðum aðalega að fá okkkur ís einhverstaðar en enduðum í Mississippi án þess að fá ís. Fórum síðan á sunnudag í gamalt virki sem er á eyju sem heitir Dauphin Island. Klukkan orðin það margt að við gátum ekki skoðað Sea lab eða The Estuarium eins og það heitir (það þýðir frá latínu “freshwater from inland is mixed with saltwater from the sea”). Við strákarnir fórum svo þangað í dag og skoðuðum alla fiskana, krabbana og fleiri vatns og sjávardýr, sáum því miður enga höfrunga í dag, trúlega of mikill sjógangur. Við ætlum að fara öll til Louisiana á morgun þar sem Palli er að fara á fund þar. Við getum vonandi fundið eitthvað að skoða þar annað en skemmdir eftir Katrinu.
Saumakelling
Sunday, June 11, 2006
Mobile ennþá
Erum búin að fara og skoða herskipið USS Alabama og kafbátinn USS Drum. Tók alveg marga tíma að skoða þetta allt, fullt af herbílum og flugvélum líka. Keyrðum aðeins um í gær, meðal annars framhjá Bayou La Batre og út að ströndinni þarsem ennþá eru bátar og skip upp á landi síðan Katrina fór yfir. Það er ennþá á mörgum stöðum allt lokað og í rúst, og fullt af hálfónýtum húsum og fólk býr í hjólhýsum sem FEMA skaffaði þeim í fyrra til að búa í til bráðabyrgða.
Ætlum að skoða meira hér, Er til dæmis ekki ennþá búin að finna góða quiltbúð ennþá (strákunum til mikillar gleði) og líka eftir að finna sundland.