Sunday, April 29, 2007

heppin








Þá er 1 komin heim heilu á höldnu og hinn farinn til Orlando. Alexander kom heim með þetta tígrisdýr sem er næstum stærra en hann sjálfur. Þetta var góð ferð hjá honum. Stefán Örn var líka spenntur að fara, en ég sagði að hann þyrfti nú ekki nauðsynlega að koma með bikar heim í þetta skiftið, bara hafa gaman.
Ég fór á kynningu í quilt búðinni sem ég var búin að leita að en hélt að væri bara hætt (en fann loksins hérna nálægt) og það var meiri háttar gaman að hitta ennþá fleiri quiltkonur. Þar sem þetta var happavikan mín (greinilega miðað við það sem ég fékk á CSQ fundinum) þá var nafnið mitt dregið úr körfu og kom ég heim með glasabakka með quiltmyndum á. Flott þar sem ég er að nota þessa gömlu ljótu korkbakka sem ég keypti fyrir ca. 25 árum og komin tími á endurnýjun. Ég var svo hissa á þessu happi að ég sagði við Palla að líkllega yrði ég bara að skreppa í casinoið næst og gá hvort ég gæti ekki unnið eitthvað þar. Lol. Eða kanski ég kaupi lottomiða það er líklega ódýrara en casinoferð.







Thursday, April 26, 2007

ferðalangar



Þá er Alexander farin í Bush gardens með peer counseling bekknum. Lögðu af stað kl. 5 í morgun. Heppin að fá frí og að fara í skemmtigarð. Hann var nú ekki viss um að hann vildi þetta fag þar sem það var ekki val hjá honum en held þetta séu skemmtilegustu tímarnir. Hann kemur ekki heim fyrr en upp úr 11 í kvöld svo minn verður örugglega þreyttur. Stefán Örn er farin að undirbúa sína ferð, en hann fer á laugardaginn og kemur ekki heim aftur fyrr en á miðvikudag. Það verður gaman að sjá hvort hann kemur með bikar heim úr þessari ferð J
Ég fór í gærkvöldi á CSQ fund og kom heim með vinninginn í rafflinu. Bók og efni. Heppin kona. Það var svokallað ”trunk” show eða syning hjá okkur í gærkvöldi og get svo svarið fyrir að konan var með yfir hundrað quilts sem hún hafði gert síðustu 15 ár hvert öðru fallegra. Hún sagðist vera búin að gera mikið fleiri en hefði hætt að telja þegar hún var komin í 300. Djís og sum þessi teppi voru hand quiltuð sem tekur nú bara heila eilífð á litlu teppi, hvað þá heilu rúmteppi. Eins gott að halda áfram að sauma.

Thursday, April 19, 2007

buddie



Búin að prufukeyra nýju saumavélina. Algjört æði. Buddie, en það er semsagt nafnið er algjör draumur í dós. Lítill og léttur og hægt að fara með hann hvert sem er án þess að verða handlama, sem er einmitt ekki gott þegar maður er að fara að sauma, og kostaði lítið horn úr buddunnu að auki sem auðvitað stór plús. Nú er ég tilbúin að fara á helling af námskeiðum eða bara út verönd ef því er að skifta, hvenær sem er. Þetta er extra létt Brother vél, ef einhverjum langar að
Svolítið fyndið samt að skoða ef maður tekur tölustafina í burtu stendur eftir csi, sem er nú 1 af þessum góðu í tv´inu
Annars er allt gott héðan. Palli slapp ekki heim á sjálfan afmælisdaginn en hann náði heim uppúr 1 um nóttina og er heima núna, allavega í bili. Páskafríið búið og nú eru strákarnir bara óþolinmóðir eftir að skólanum ljúki, en það er nú ekki alveg fyrir næsta horn. Veðrið hérna hefur verið einkennilegt alveg frá síðasta sumri, ekki bara mér sem finnst það heldur tala veðurfræðingar um þetta líka. Einkennilega þurrt, það er lítið vatn í vatninu svo nú er bannað að vökva nema vissa daga í smátíma. Maður er farin að bíða eftir að hitni vel svo hægt sé að komast í sund, ekki það að það sé ekki sæmilegasta hitastig úti, um 25° sem á íslenskan mælikvarða er nú ekki svo slæmt ha. En sundlaugin nær ekki að hitna nóg til að maður, ísl. sem er vanur upphituðum laugum, geti hugsað mér að dífa tá í þetta hvað þá meiru.

Saturday, April 14, 2007

ha hver á afmæli

Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli ..........

osfrv

Wednesday, April 11, 2007

páskar búnir

Jæja það hlaut að koma að því. Ég vaknaði í nótt með eðlu á hálsinum og var það frekar óþægilegt. Sem betur fer var hún ekki stór og flaug hið snarasta út í horn. Eins og það er mikið af þeim þá er það mesta furða hvað maður verður lítið var við þær inni en það er eins og með kóngulærnar og flugurnar í DK, maður vil frekar hafa eðlurnar en maurana.
Hér er annars allt komið á fullt eftir páskafrí, sem var frekar lummulegt frí, sérstaklega fyrir SÖH sem þurfti að gera verkefni í fríinu og lauk þvi náttúrulega ekki fyrr en kvöldið fyrir skóladag aftur. Hann átti að skila því þann dag svo það var eins gott. Mér finnst það nú frekar hallærislegt að láta krakkargreyin gera svona verkefni í páskafríinu en það var svona líka í jólafríinu. En hann er semsagt búin að skila en ekki búin að fá einkun fyrir það enn. Ásta Björg er ennþá á fullu að gera sín verkefni og gengur vel eftir því sem hún segir.
Veðrið er svona lala, ekki alveg nógu heitt til að fara í sund ennþá og koma svona skúrir annað slagið. Gekk reyndar yfir með þrumuveðri hér i gærkvöldi og nótt, meiri lætin. Palli ennþá að heiman og veit ekki hvenær hann kemur. Hélt það yrði í þessari viku en við vitum að það er ekki alltaf að marka það sem maður heldur fyrst, ha.