Monday, February 19, 2007

læknaspjall eða þannig

Jæja 1 af mörgum læknaheimsóknum búin og ekki svo slæmt. Fór til læknisins í morgun með öxlina og tók bakmyndirnar með mér, aðeins að kvarta yfir því líka þar sem það er mikið verra en öxlin. Hann tók röntgenmyndir af öxlinni og var ekkert alvarlegt að sjá, smá skekkja á litlu beini, en hann vill samt að ég fari í sjúkraþjálfun með öxlina, ok gott mál með það. Svo var það bakið sem er orðið það slæmt að ég get ekkert gert af viti. Þó hann taki nú yfirleitt ekki sjúklinga með bakverki þá kíkti hann á myndirnar og gaf mér svo vottorð í MRI og fékk ég tíma í það á fimmtudag, ekki löng bið það. Á að fara til sjúkraþjálfarans líka á fimmtudaginn svo vonandi fer nú eitthvað að gerast með þetta leiðindabak mitt. Er orðin frekar leið á þessu hreyfingaleysi.
Það var sami kuldinn í nótt og Stefán Örn greyið komin með kvef, samt lét ég undan og setti hita á stofuna í gær. Held hann hafi fengið þetta í gær þar sem hann fór hjólandi í rokinu til skólafélaga að gera eitthvað verkefni. Vona að það batni nú fljótt. Alexander er búin að vera alla helgina og í dag þar sem er frídagur hér að gera 1 lítið verkefni fyrir skólann en hann er nú ekki mikið að flýta sér frekar en vanalega að gera heimavinnu. En þetta þokast allt í rétta átt hjá honum þó hægt fari. Ferðatölvan er búin að vera að stríða mér með að fara ekki í gang “blue screen of death” svo það hefur dregist að ná í þessar myndir sem eru auðvitað þar. Þetta kemur allt vonandi með hitanum sem þeir eru búnir að spá að sé nú loksins að koma.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ!
Vona að sjúkraþjálfin geti hjálpað þér með öxlina og vonandi kemst bakið í lag. Mikilvægt að geta hreyft sig. Ertu ekkert að taka Herbalife kella? Ég mundi byrja á því í þínum sporum, sem fyrsta skref í sjálfshjálp ;) Jebb! Mín trú á Herbalife er óbreytt, alltaf jafn sterk :)
Knús úr rigningunni í Sönderborg