Monday, October 22, 2007

hægt að nota fína helluborðið

Jæja rafvirkinn bara komin að tengja og yfirfara rafmagnið. Það lítur út fyrir að maður geti eldað almennilegan mat í kvöld, júhú. Annars gengur allt annað frekar hægt þar sem aðalmaðurinn er ekki á svæðinu frekar en vant er. Eitthvað smá farið að minnka kassarnir en mikið ennþá . Ætlaði að reyna að pússa og mála ganginn en er eitthvað svo orkulaus að ég veit ekki hvort ég geri það áður en ég fer. Já það styttist í að ég fari til DK, en hvað það verður gaman, þó mér kvíði nú aðeins fyrir þvi sem ég þarf að gera þar. Talandi um orkuleysi þá fór ég til læknis sem er nú ekki í frásögur færandi, nema ef það væri ekki fyrir nafn læknisins. Þannig er að heimilislæknirinn minn vildi senda mig til sérfræðings og gaf mér nafn hans sem var Dr. Vivian Rose, ósköp fallegt nafn. Hún sagði ég skildi tala við hann sem ég reiknaði með að hún meinti hann lækninn, nafnið er jú eins og sniðið á konu ekki satt?? Nú svo fór ég þangað og var næstum búin að skella upp úr þegar þessi stóri svarti maður kom inn á stofuna og kynnti sig, Vivian Rose. Ja mamma hans hefur örugglega verið búin að ákveða að eiga stelpu, eða hvað haldið þið??

1 comment:

Anonymous said...

Hlakka til ad hitta tig. Vona ad tú fáir smá "kassaorku" :)
Knús