Thursday, October 11, 2007

afram

Við erum búin með herbergi strákanna, búin að kaupa skáphurðir þó þær séu nú ekki komnar á sinn stað. Það er erfitt að reyna að gera eitthvað mikið þegar Palli er aldrei heima hjá sér. Það er nú von á borðplötunum á morgun og sem betur fer verður Palli komin til að ganga frá áður en þessir stóru granitflekar koma. Við eiddum síðustu helgi sem hann var heima í að taka upp hluta af gólfinu í eldhúsinu áður en innréttinginn var fest. Djís það er alltaf eitthvað sem bætist á svo ekki von að þetta gangi seint. Ég skal alveg viðurkenna að ég er búin að fá svona smá ógeð á þessu svo ég pantaði mér far til KBH og Íslands og ætla að leifa Palla að dinglast aðeisn í draslinu og athuga hvort þetta gangi þá ekki aðeins fljótar. Það er líka búin hundleiðinleg rigning í nokkrar vikur þar til síðustu helgi að okkur tókst að komast út að slá, 2 vikur milli slátta er aðeins of langt ennþá. Það styttist í að það fari aðeins að kólna (20 gráður lol) svo þá þarf nú ekki að slá eins oft.

2 comments:

Anonymous said...

... og tad kom blogg!!!
Halló, halló!!! hvenær kemur tú mín kæra???

The Quilting Cat Lady. said...

Fer alveg að koma, þann 6 nov. lendi ég í KBH
Hlakka til að sjá þig